Maríu bauðst engin aðstoð þó nær allir væru að vinna efni sem á að birtast í september

Það verður seint sagt að starfsmenn Kveiks á RÚV hafi sérstaklega hraðar hendur. Það er að segja fyrir utan Maríu Sigrúnu Hilmarsdóttur, sem nú hefur verið vikið úr þeim hópi. Fimm af níu starfsmönnum eru að undirbúa efni sem á ekki að birta fyrr en næsta haust, í september, eftir um fimm mánuði. Óháð öllu tali um rannsóknarblaðamennsku, þá hlýtur það að teljast óhóflega langur tími. Þrátt fyrir þetta bauðst engin til að aðstoða Maríu Sigrúnu við hennar umfjöllun sem átti að birta nú undir lok mánaðar.

„Ég skilaði fyrsta uppkasti að handriti að Kveiksþætti mínum til ritstjóra og pródúsents kl. 21.42 fimmtudagskvöldið 11. apríl, 12 dögum fyrir áætlaða sýningu innslagsins. Þá stóð til að klippa efnið og leggja það á tímalínu til frekari vinnslu. Um hádegi á sunnudag 14. apríl spyr ég hvernig gangi. Þá fékk ég þau svör frá ritstjóra þáttarins að hann hefði tekið fyrstu „klippuna” og sýnt hana fréttastjóra og ritstjóra fréttatengdra þátta. Þeim var sumsé sýnt efnið áður en ég hafði séð það sjálf og án minnar vitundar og samþykkis. Slík vinnubrögð eru framandi fyrir mér. Þetta þótti mér miður. Mat fréttastjóra og ritstjóra Kveiks var að ekki næðist að fullvinna efnið í tæka tíð og ef ég sæi það ekki sjálf ætti ég ekki erindi í rannsóknarblaðamennsku,“ segir María Sigrún á Facebook.

Hún segist hafa ætlað sér að klára verkið enda nægur tími. „Því skal haldið til haga að 8.janúar óskaði ég eftir að fá leyfi 17.-22. apríl og fékk það samþykkt. Minn hugur stóð alltaf til að klára þetta innslag og vinna það á staðnum og úr fjarvinnu eins og fordæmi eru fyrir og í þéttu og miklu samstarfi við pródúsent og ritstjóra. Það hefði að mínu mati náðst ef vilji hefði staðið til. Á þessum tíma voru fimm af níu starfsmönnum Kveiks að undirbúa efni fyrir næstu þáttaröð sem hefst í september. Auðvelt hefði verð að hjálpast að ef tímaþröng var vandamál,“ segir María Sigrún.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí