Segja þrekvirki að baki í fimbulgaddi

Starfsmenn HS Orku og verktakar eru komnir langleiðina með að tengja nýju hjáveitulögnina við Njarðvíkurlögnina sunnanmegin við varnargarðinn.

Unnið var við báða enda lagnarinnar í alla nótt. Ríkir bjartsýni um að það takist að hleypa heitu vatni á lögnina þegar líður á daginn eða kvöldið eftir því sem fram kemur í upplýsingum frá HS Orku.

Verkefnið hefur þó tekið lengri tíma en áætlað var, meðal annars þar sem lengri tíma tók að tæma lögnina af vatni en menn sáu fyrir. Þurfti að gata æðina til að flýta fyrir tæmingu.

Fimbulkuldi var á svæðinu í nótt. Frost fór mest í 14 gráður.

„Aðstæður eru auk þess afar erfiðar við hraunjaðarinn norðanmegin og aðgengi torvelt. Rekstur orkuveranna á Reykjanesi hefur haldist stöðugur í gegnum umbrotin sem hófust í gærmorgun,“ segir í tilkynningu frá HS Orku.

Mynd: HS Orka

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí