„Semji við okkur í góðri trú og hættið að breiða út lygar“

„Við erum ekki að biðja um neitt óeðlilegt. Við erum að biðja um sanngjarnar og réttlátar bætur, minni bekki, fleiri félagsráðgjafa í skólum okkar og foreldraorlofsstefnu sem styður við fjölskyldur okkar. Við erum að biðja um að Newton School Committee (NSC) semji við okkur í góðri trú og hætti að breiða út lygar og rangar upplýsingar til almennings. Við erum að biðja um að NSC meti okkur sem fagmenn og fjárfesti í framtíð nemenda okkar.“ Sagði talsmaður Newton Teachers Association (NTA), Michael Zilles.

Talsmaður NSC, David Fleishman, sagði „Við erum vonsvikin og svekkt yfir ákvörðun NTA um verkfall sem er ólöglegt og skaðlegt fyrir nemendur okkar og samfélagið. Við höfum gert NTA rausnarlegt og sanngjarnt tilboð sem felur í sér miklar launahækkanir, fækkun í bekkjum og fleiri félagsráðgjafa. Við hvetjum NTA til að binda enda á verkfallið og snúa aftur að samningaborðinu þar sem við getum leyst ágreining okkar og náð sameiginlegum sáttum.“

Verkfall hefur staðið yfir frá 19. janúar. Hefur það haft áhrif á 22 opinbera skóla, 12.000 nemendur í Newton í Massachusetts í Bandaríkjunum.

NSC hefur lagt fram beiðni um að verkfallið verði dæmt ólöglegt og sektir lagðar á NTA. Þá hefur NSC kennt NTA um röskunina og áhrifin á nám nemenda.

Líkt og víða þar sem samtakamáttur launafólks er heftur, eru í gildi í fylkinu andverkfallslög. Því hefur stéttarfélagið safnað upp mjög háum sektum. NTA hefur verið sektað um 525.000 dollara af vinnumálaráði ríkisins fyrir að brjóta lög um verkfallsvarnir, sem banna opinberum starfsmönnum að fara í verkfall.

Nýjustu fréttir af samningaviðræðum er frá 22. janúa. Þá lagði NTA fram tillögu um samkomulagi, en NSC hafnaði. NTA sagði að þau væru tilbúin að halda áfram að semja, en að þau væru líka tilbúin að halda áfram verkfallið. 

NSC sagði að þau væru líka tilbúin að halda áfram að semja, en að þau væru líka tilbúin að krefjast þess áfram að verkfallið yrði dæmt ólöglegt.

Mynd: 2. febrúar mætti Talia Gallagher, meðlimur í Newton-kennarasamtökunum, ræddi í útvarpsþætti um ástæður og kröfur verkfallsins.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí