Segir nýjar áherslur í útlendingamálum endurspegla siðferðislegt gjaldþrot VG

Ríkisstjórnin hefur sammælst um aðgerðir í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd, flóttafólks og innflytjenda.

Lögð verður áhersla á hagkvæmari og skilvirkari reglur og betri þjónustu og stuðlað að jöfnum tækifærum og bættri þátttöku innflytjenda í samfélaginu. Reynt verður að nýta mannauð betur, enda mörg dæmi um að innflytjendur sinni störfum í engu samræmi við menntunarstig. Þá verður lagt upp úr betri samræmingu og samhæfingu að því sem fram kemur í tilkynningu frá stjórnvöldum.

Aðgerðirnar eru sagðar byggja á umfangsmikilli vinnu og gagnaöflun sem hefur staðið yfir á annað ár. Stjórnvöld munu með áherslubreytingum draga úr útgjöldum og forgangsraða fjármunum betur. Horft er til breytinga sem orðið hafa á Norðulöndum.

Afgreiðslu á umsóknum sem ekki uppfylla skilyrði um vernd verður fækkað en skilvirkni aukin í afgreiðslu annarra umsókna. Með því staðhæfa stjórnvöld að peningar sparist til að auka íslenskukennslu og auka aðstoð við börn í skólum og stuðla að samfélagsfræðslu sem hjálpar fólki til virkrar þátttöku í íslensku samfélagi.

Meðal sérstakra breytinga eru að afgreiðslutími umsókna um alþjóðlega vernd verður styttur í 90 daga að meðaltali á hvoru stjórnsýslustigi um sig ef undan eru skildar umsóknir frá Venezuela.

„Miðað við það sem kemur fram í viðtölum við ráðherra í fjölmiðlum í dag sýnist mér ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, sem á að vera leidd af Vinstri grænum, vera búin að gera rasíska stefnu Sjálfstæðisflokksins í málefnum fólks á flótta algjörlega að sinni,“ segir Sema Erla Serdaroglu hjá Solaris í samtali við Samstöðina og gefur lítið fyrir sykurhúðaða framsetningu breytinganna sem í vændum eru.

„Stefnu sem felur í sér að reyna að halda flóttafólki sem mest frá Íslandi. Stefnu sem endurspeglar algjört siðferðislegt þrot Vinstri grænna,“ segir Sema.

Mynd: Askur Hrafn Hannesson

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí