Stytting náms til stúdentsprófs hryðjuverk

Skólar eru kvorki frystihús né sjoppur.  Í skólakerfinu var framið hryðjuverk með styttingu náms til stúdentsprófs, þar sem framkvæmdinni var mjög ábótavant.

Þetta sagði Sverrir Páll Erlendsson, kennari við Menntaskólann á Akureyri um áratugaskeið, í samtali við Rauða borðið á Samstöðinni í gærkvöld.

Sverrir Páll segir máli sínu til stuðings að nemendum í tónlistarnámi í framhaldsskóla hafi fækkað töluvert, það þrengi meira að stúdentsefnum, nemendur hafi of lítinn tíma fyrir félagsstarf, álagið sé allt of mikið.

„Ég hef leyft mér að kalla þetta hryðjuverk, því þarna er verið að vinna þeim ógagn sem ætti að vinna gagn,“ segir Sverrir Páll og ræðir í þessu samhengi þunglyndi og kvíða nemenda í framhaldsskólum. Nemendur séu reknir áfram harðri hendi og þurfi alltaf að vera duglegir en eigi þess ekki kost að þroskast á eigin spýtur. Vitnar hann til ummæla nemenda sjálfra í þeim efnum.

„Það er verið að skerða mótun þessara ungmenna. Þeim líður ekki öllum vel, þeim líður mörgum mjög illa,“ segir Sverrir Páll um stöðu allt of margra nemenda í framhaldsskólum eftir að námstíminn var styttur. Hann er hættur að kenna vegna aldurs en segir að ef hann væri enn að störfum myndi hann beita sér.

Sjá viðtalið við Sverri Pál hér: https://www.youtube.com/watch?v=A4B_Mhcxk48&fbclid=IwAR3RJ1u0bWg9QGie7vKoKYCINWSZPLq4VlWEJha8lcmVddAXmDjFibM9ZBw

Svört skýrsla kom fram í vikunni, unnin í Háskóla Íslands, þar sem segir að drengjum stafi aukin hætta af breytingunni, þeir flosni frekar upp frá námi en stúlkur. Einkunnir nemenda hafa einnig lækkað í HÍ, nemendur skila færri námseiningum í háskólanámi, breytingin virðist bitna verr á nemendum sem standa veikari fyrir og gæti styttingin eða gölluð framkvæmd hennar því aukið stéttamun og unnið gegn jafnrétti.

Ársæll Guðmundsson, skólameistari Borgarholtsskóla, var yfir Námstímanefndinni sem tók í tíð Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra ákvörðun um styttinguna. Hann segir í samtali við Samstöðina að aðrar breytur en styttingin skýri neikvæðar afleiðingar sem mældust í rannsókninni.

Ársæll bendir á að strax árið 1966 hafi hafist umræða hér á landi um að stytta framhaldsskólann. Landbúnaðarrök hafi þá einkum réttlætt að Íslendingar vörðu fjórum árum í framhaldsskólum. Engin ástæða sé til að ætla að sama eigi við nú, enda á skjön við nágrannalöndin.

Sjá viðtalið við Ársæl hér: Rauða borðið 22. febrúar – Ársæll Guðmundsson ræðir styttingu náms til stúdentsprófs (youtube.com)

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí