Silja Bára R. Ómarsdóttir, prófessor við Stjórnmálafræðideild, hefur verið kjörin rektor Háskóla Íslands en niðurstöður seinni umferðar rektorskosninga voru kunngjörðar í Hátíðasal skólans í kvöld. Hún hlaut 50,7% greiddra atkvæða í kjörinu og verður tilnefnd í embætti rektors af háskólaráði til menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra.
Kjörfundur vegna rektorskosninga stóð frá kl. 9.00 miðvikudaginn 26. mars til kl. 17.00 fimmtudaginn 27. mars og fór kosning fram með rafrænum hætti. Í framboði voru Magnús Karl Magnússon prófessor og Silja Bára R. Ómarsdóttir prófessor.
Silja Bára fékk fleiri atkvæði starfsmanna en Magnús Karl fleiri atkvæði nemenda. Atkvæði starfsfólks vegur þyngra og því var Silja Bára kjörin. Hún mun taka við sem rektor Háskólans 1. júní næstkomandi og sitja í fimm ár.
Hér má sjá og heyra viðtal við Silju Bára á Samstöðinni þegar fyrri umferðin stóð yfir:
Og hér er samtal Silju Báru og Magnúsar Karls Magnússonar prófessors í aðdraganda seinni umferðarinnar: