Silja Bára kjörin rektor Háskóla Íslands

Silja Bára R. Ómarsdóttir, prófessor við Stjórnmálafræðideild, hefur verið kjörin rektor Háskóla Íslands en niðurstöður seinni umferðar rektorskosninga voru kunngjörðar í Hátíðasal skólans í kvöld. Hún hlaut 50,7% greiddra atkvæða í kjörinu og verður tilnefnd í embætti rektors af háskólaráði til menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra.

Kjörfundur vegna rektorskosninga stóð frá kl. 9.00 miðvikudaginn 26. mars til kl. 17.00 fimmtudaginn 27. mars og fór kosning fram með rafrænum hætti. Í framboði voru Magnús Karl Magnússon prófessor og Silja Bára R. Ómarsdóttir prófessor.

Silja Bára fékk fleiri atkvæði starfsmanna en Magnús Karl fleiri atkvæði nemenda. Atkvæði starfsfólks vegur þyngra og því var Silja Bára kjörin. Hún mun taka við sem rektor Háskólans 1. júní næstkomandi og sitja í fimm ár.

Hér má sjá og heyra viðtal við Silju Bára á Samstöðinni þegar fyrri umferðin stóð yfir:

Og hér er samtal Silju Báru og Magnúsar Karls Magnússonar prófessors í aðdraganda seinni umferðarinnar:

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí