Jón Pétur Zimsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að Ísland sé með embættismenn, stjórnmálamenn og ráðherra á góðum launum, sem á góðviðrisdögum belgi sig út og tali fjálglega um börn og ungmenni, að þau eigi skilið það besta og að hlusta eigi á þau.
Svo komi erfið mál.
„Þá sér maður undir iljarnar á sama fólki og þau sem enda með heitu kartöfluna kasta henni umsvifalaust frá sér, bara eitthvað annað,“ segir Jón Pétur og gagnrýnir Ásthildi Lóu Þórsdóttur barna- og menntamálaráðherra fyrir að aðhafast ekki heldur „horfa bara á“.
Hann segir það hafa verið ömurlegt að fylgjast með málinu í Breiðholti sl. vikur. Mál sem skaði nám og framtíðarmöguleika fjölda barna.
„Mál sem hrekur íbúa úr hverfinu sínu. Fjölskyldur flytja burt,“ segir þingmaðurinn.
„Á meðan þjást fjölskyldur í Bökkunum.“
Við þurfum á þér að halda
Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.
Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.
Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.
Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.
Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.
Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.
Þitt framlag skiptir máli.
Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward