Talibanar taka fólk af lífi með opinberum aftökum

Talibanar tóku í dag tvennt af lífi í opinberri aftöku í suðaustur Afganistan. Þúsundir manns urðu vitni að aftökunum sem fóki fram á leikvangi í Ghazniborg. Meðal þeirra var fréttamaður fréttaþjónustunnar AP.

Samkvæmt fréttamiðlum í Afganistan var aftakan fyrirskipuð bæði af dómstólum, sem og af leiðtoga Talibana, Hibatullah Akhundzada, vegna meintra glæpa fólksins. Ekki er ljóst hvers kyns fólkið var og Talibanar hafa ekki brugðist við fyrirspurnum um hver þau voru eða hverjir meintir glæpir þess voru. 

Samkvæmt frásögn AP tróðst fólk að og ruddist inn á leikvanginn. Aftakan fór fram með skothríð, annað fórnarlamganna var skotið átta sinnum og hitt sjö sinnum. Lík þeirra voru flutt burt í sjúkrabílum.

Um er að ræða þriðju og fjórðu opinberu aftökuna í Afganistan síðan Talibanar hrifsuðu þar til sín völdin á nýjan leik árið 2021. Á tíunda áratugnum, undir fyrri stjórn Talibana, voru opinberar aftökur, hýðingar og grýtingar hins vegar reglulega viðhafðar. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí