Miðflokkurinn virðist auka fylgi sitt með málþófinu á Alþingi en aðrir stjórnarandstöðuflokkar ekki, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Sjálfstæðisflokkurinn dalar og hefur ekki mælst minni frá kosningum, missir einn þingmann samkvæmt könnuninni. Og Framsókn stendur í stað, hefur ekki tekist að auka fylgi sitt frá sögulegu tapi í síðustu kosningum. Eins og Sjálfstæðisflokkurinn.
Samfylkingin bætir við sig frá síðustu könnun og hefur ekki mælst hærri frá kosningum, myndi bæta við sig sex þingmönnum ef kosið yrði í dag. Fylgið virðist koma mest frá Flokki fólksins, sem myndi tapa sex þingmönnum ef kosið yrði í dag. Viðreisn stendur í stað.
Þeir flokkar sem ekki náðu inn á þing síðast yrðu allir utan þings áfram samkvæmt þessari könnun. Nú mælast Píratar með meira fylgi en Sósíalistaflokkurinn en Vg minnst fylgi.
Annars myndi þingheimur skiptast svona, ef gengið yrði til kosninga nú:
Ríkisstjórn:
Samfylkingin: 21 þingmaður (+6)
Viðreisn: 11 þingmenn (óbreytt)
Flokkur fólksins: 4 þingmenn (-6)
Ríkisstjórn alls: 36 þingmaður (óbreytt)
Stjórnarandstaða á þingi:
Sjálfstæðisflokkur: 13 þingmenn (-1)
Miðflokkurinn: 9 þingmenn (+1)
Framsóknarflokkur: 5 þingmenn (óbreytt)
Stjórnarandstaðan á þingi alls: 27 þingmaður (óbreytt)
Stjórnarandstaða utan þings:
Píratar: enginn þingmaður (óbreytt)
Sósíalistaflokkurinn: enginn þingmaður (óbreytt)
Vg: enginn þingmaður (óbreytt)