Ummæli forseta ASÍ vekja kurr innan breiðfylkingarinnar

Þau ummæli forseta ASÍ á Rúv í morgun að hann eigi síður von á verkfalli og að viðsemjendur kjarasamninga muni að líkindum ná landi þegar sest verður að samningaborðinu á ný, eftir að upp úr slitnaði, hafa vakið kurr innan breiðfylkingar láglaunafólks.

Samstöðin hefur rætt við fólk sem vill ekki koma fram undir nafni. Ein heimild segir ummæli Finnbjörns A Hermannssonar, forseta ASÍ, í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun, hreinlega galin.

Önnur heimild bendir á að forseti ASÍ hafi enga aðkomu að hugmyndum eða skipulagningu Eflingar á verkföllum. Það sé samninganefnd félagsins sem ákveður slíkt.

Einnig er nefnt að það kunni að veikja vopn láglaunafólks sem sé tilbúið í verkföll að forseti ASÍ tjái sig um svo viðkvæmt mál á þessum tímapunkti.

Eftir því sem Samstöðin kemst næst eru þau hjá breiðfylkingunni nú að ráða ráðum sínum, sitjandi á rökstólum.

„Ég á svona frekar von á því að fólk komi aftur að borðinu og reyni að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið,“ segir ein heimild innan breiðfylkingarinnar.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí