„Verkalýðsfélagið vill að þú borgir ≈2500 krónur (£14,37) mánaðarlega, fyrir að, þau tali fyrir þig! Við teljum að það eigi ekki að kosta þig neitt að hafa rödd“ og „Þú þarft ekki að ganga í verkalýðsfélag, til að láta rödd þína heyrast. Við sjáum um þig.“
Verkalýðsfélagið General, Municipal, Boilermakers (GMB) hefur sakað Amazon um að vinna að því að brjóta niður samtakamátt verkafólks í vöruhúsum sínum, þar sem skilaboðaskilti á vinnustöðum segja starfsfólki: „Við viljum tala við ykkur. Verkalýðsfélagið vill tala fyrir ykkar mun!“
Önnur skilaboð sögðu: „Áður en þú kýst eða gengur í verkalýðsfélag hvetjum við þig til að kynna þér staðreyndir. Bestu tengslin eru þau beinu.“
Öll framgreind skilaboð voru ljósmynduð í vöruhúsum Amazon DAX8 og BHX5 í Midlands Coventry.
Þessar and verkalýðsfélaga aðgerðir Amazon koma í kjölfar þess að GMB undirbýr verkfallsaðgerðir í næstu viku í Coventry vöruhúsi Amazon, BHX4. Verkafólkið krefst hækkunar launa í ≈2700 krónur (£15) á tímann auk réttar til að semja við Amazon um kaup og kjör.
Talsmaður Amazon sagði: „Við virðum rétt starfsmanna okkar til að ganga í, eða ekki, verkalýðsfélag.“