„Verkalýðsfélagið vill að þú borgir 2500 krónur mánaðarlega“

„Verkalýðsfélagið vill að þú borgir ≈2500 krónur (£14,37) mánaðarlega, fyrir að, þau tali fyrir þig! Við teljum að það eigi ekki að kosta þig neitt að hafa rödd“ og „Þú þarft ekki að ganga í verkal‎ýðsfélag, til að láta rödd þína heyrast. Við sjáum um þig.“

Verkalýðsfélagið General, Municipal, Boilermakers (GMB) hefur sakað Amazon um að vinna að því að brjóta niður samtakamátt verkafólks í vöruhúsum sínum, þar sem skilaboðaskilti á vinnustöðum segja starfsfólki: „Við viljum tala við ykkur. Verkalýðsfélagið vill tala fyrir ykkar mun!“

Önnur skilaboð sögðu: „Áður en þú kýst eða gengur í verkalýðsfélag hvetjum við þig til að kynna þér staðreyndir. Bestu tengslin eru þau beinu.“

Öll framgreind skilaboð voru ljósmynduð í vöruhúsum Amazon DAX8 og BHX5 í Midlands Coventry.

Þessar and verkalýðsfélaga aðgerðir Amazon koma í kjölfar þess að GMB undirbýr verkfallsaðgerðir í næstu viku í Coventry vöruhúsi Amazon, BHX4. Verkafólkið krefst hækkunar launa í ≈2700 krónur (£15) á tímann auk réttar til að semja við Amazon um kaup og kjör.

Talsmaður Amazon sagði: „Við virðum rétt starfsmanna okkar til að ganga í, eða ekki, verkalýðsfélag.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí