Atli Örvarsson tilnefndur til BAFTA

Breska kvikmynda- og sjónvarpsakademían (BAFTA) hefur tilkynnt tilnefningar til BAFTA sjónvarpsverðlaunanna.

Sjö tilnefningar eru fyrir Demon 79 (Black Mirror) og fimm fyrir The Last of Us.

Fyrir frumsamda tónlist við seríuna SÍLÓ hjá AMC Studios / Apple TV+ er tilnefndur enginn annar en Atli Örvarsson.

Í samtali Samstöðvarinnar við Atla í nótt, sagðist hann glaður og þakklátur.

Atli fór ungur utan til náms í Bandaríkjunum og hefur gert tónlist við ýmsar bíómyndir og þáttaraðir sem Íslendingum eru vel kunnar.

Hann býr nú í Lundúnum með eiginkonunni Önnu og tveimur börnum.

Lilja Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra var í hópi þeirra sem óskuðu Atla til hamingju með heiðurinn á facebook-síðu tónskáldsins, skömmu eftir að tíðindin bárust út.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí