Birgir sagður hræsnari vegna ásakana hans um mútumál annarra

Ástæða er til að minna á hræsni hins prestlærða Birgis Þórarinssonar, þingmanns Miðflokksins, í tengslum við ásakanir hans um mútur vegna hælisleitenda frá Gaza.

Þetta segir Helga Sigrún Harðardóttir, fyrrverandi þingmaður, í athugasemd við færslu Atla Þórs Fanndal hjá Transparency á samfélagsmiðlum í morgun.

Stór orð hafa fallið síðasta sólarhring um hælisleitendur og mútur. Hafa komið fram ásakanir um að Íslendingar í hjálparstarfi stundi ljótan leik.

Helga Sigrún segir að hinn prestlærði Birgir sé „alveg ógurlega kristinn“. Á sama tíma lyfti hann ekki litla fingri til að gera það sem kristin trú boðar.

Birgir hafi byggt eigin kirkju með mynd af sjálfum sér í altaristöflunni. Hann hafi sjálfur þegið boðsferðir frá „verulega vafasömum aðilum“ og kallist það á mannamáli mútur. Með því vísar Helga Sigrún til boðsferðar til Írak sem Birgir þáði í janúar á síðasta ári og bauð með sér Stuðmanninum og þingmanninum Jakobi Frímanni Magnússyni.

Sema Erla Serdoglum, stofnandi Solaris, sem hefur unnið undanfarið að björgun hælisleitenda frá Gaza, skrifaði í gær færslu á facebook þar sem hún sagði það „gjör­sam­lega sturl­að“ að fylgj­ast með ráð­herr­um í rík­is­stjórn Ís­lands, stofn­un­um og þing­fólki sem ýji ít­rek­að að því að hún og aðr­ir sjálf­boða­lið­ar séu að brjóta af sér „og jafn­vel fremja lög­brot í við­leitni okk­ar til að koma fólki und­an þjóð­ern­is­hreins­un­um.“ Þetta kom fyrst fram í Heimildinni.

Atli Þór Fanndal segir að sumir íslenskir stjórnmálamenn sjái aldrei spillingu nema þegar þeir þurfa að verja sína eigin.

„Nú sér Birgir þingmaður Sjálfstæðisflokksins í boði Miðflokksins spillingu í tilraunum til að bjarga fólki á flótta. Ásakanir um spillingu gegn þeim sem eru að reyna að bjarga fólki frá þjóðarmorði eru að sjálfsögðu settar fram gegn betri vitund. Hann hefur ekkert máli sínu til sönnunar enda þurfa Sjálfstæðismenn aldrei neitt sem kallast getur sönnun fyrir sínum pillum. Ekki ætla ég að votta mútur sem réttlætanlegar en menn þurfa auðvitað að vera einhver tegund vanvita ef þeir átta sig ekki á því að fólk sem þarf að borga sig frá útrýmingu eru fórnarlömb en ekki skrímsli,“ segir Atli Þór.

„Birgir þarf ekki að líta erlendis í leit sinni að skrímslum. Hann þarf ekki einu sinni að líta út um gluggann.“

Meðal ásakana sem komið hafa fram er að Íslendingar greiði landamæravörðum í Egyptalandi undir borðið í því skyni að bjarga bágstöddum. Spurt hefur verið hvaðan fé til þess komi.

Samstöðin hefur sent Birgi fyrirspurn þar sem falast er eftir að hann svari áleitnum spurningum.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí