Brynjar hefði kosið björgunarsveitina en skýtur á Baldur og Felix

Stjórnmál 21. mar 2024

Brynjar Níelsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, er í hópi þeirra sem telja forsetaframboð landsmanna hálfgerðan sirkus. Hann skýtur á hjónin Baldur Þórhallsson og Feilx Bergsson í nýrri færslu sem og fleiri „rétthugsandi“.

„Ástandið versnar bara kringum þessi forsetaframboð,“ segir Brynjar. „Nú er björgunarsveitarmaðurinn hættur við, sem mér fannst vænlegastur í embættið. Hann hefði kannski getað gert gagn og bjargað einhverjum. Í staðinn er komin blanda af léttklæddum áhrifavöldum og elítu liði sem er að kafna úr mennta-og menningarsnobbi. Vellur froðan og rétthugsunin út um allt með slíkum krafti að manni verður eiginlega hálf flökurt. En fegurðin við lýðræðið er að allir geta boðið sig fram og það sem einum finnst óspennandi finnst öðrum spennandi.“

Ljóst þykir af orðum Brynjars að síðustu tvö holl sem tilkynnt hafa um framboð, Halla Tómasdóttir og hjónin Baldur Þórhallsson og Felix Bergsson, séu skotspónar Brynjars er kemur að tali hans um rétthugsun og elítusnobb. Sérstaklega virðist hann beina spjótum sínum að Baldri og Felix.

„Þó vil ég benda forsetaframbjóðendum á að forsetakosningar er einstaklingsbundið kjör og því ekki pör eða fjölskyldan öll í framboði. Ef ég byði mig fram væri ég einn í kjöri en ekki við Soffía. Hún myndi heldur ekki láta sjá sig með mér, hvorki á myndum né á almannafæri og sennilega ekki heldur kjósa mig. Einhver myndi segja að þetta væri merki um takmarkalausa ást,“ skrifar Brynjar á facebook.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí