Hvernig er hægt að fá stór fyrirtæki eins og Starbucks til að taka þátt í kjaraviðræðum í góðri trú í samfélagi þar sem hinir fáu valdamiklu berjast gegn því að alefli að launafólk skipuleggi kjarabaráttu sína?
Miðgildi tímakaups fyrir 44 prósent vinnuaflsins er aðeins 10,22 dollara og aðild að stéttarfélögum hefur dregist saman úr þriðjungi í aðeins tíund hluta alls vinnuafls.
Margir innan bandarísku verkalýðshreyfingarinnar hafa spurt sig þessarar spurningar.
Nú virðist sem áratuga óslitin barátta hafi leitt til þess að Starbucks Workers United (SWU) hafi þvingað fyrirtækið til samningaborðsins. Ef það raungerist, verður það tímamótasigur fyrir allt láglaunafólk í Bandaríkjunum sem hefur mátt þola stöðuga kjararýrnun áratugum saman.
Árangurinn er óþekktur meðal þeirra sem neyðast til að sinna störfum sem borga langt undir framfærslukostnaði sem nægir ekki fyrir nauðsynjum eins og skjóli, næringu og föt.
Hvers vegna virðist fyrirtæki eins og Starbucks vera að gefast upp á taktíkinni að brjóta niður samtakamátt starfsfólksins?
Hvaða öfl eru nógu sterk til að beygja svona kúgandi risa? Svarið gæti legið í sniðgöngu viðskiptavina Starbucks í stórum stíl, þar sem þeim misbýður starfsmannastefna fyrirtækisins.
Auk þess samþykkti hluthafafundurinn á síðasta ári með 52 prósentum atkvæða að fyrirtækið endurskoði afstöðu sína til stéttarfélaga.
Samkvæmt greiningu frá rannsóknarstofnun svipuð og Varða, Strategic Organizing Center (SOC), er áætlað að fyrirtækið hafi eytt um 33 milljörðum íslenskra króna ($240 milljónir) í að berjast gegn því að starfsfólk sitt sameinist í kröfu um mannsæmandi kjör.
Því má segja að hluthafar og stjórnendur Starbucks hafi kannski ályktað að þegar allur kostnaður við andstöðu við stéttarfélög er lagður saman, svo sem sniðganga viðskiptavina, aukin starfsmannavelta og kostnaður í lögfræðiþjónustu $100 milljónir samkvæmt SOC, sé ódýrara að semja við stéttarfélög starfsfólksins.
Mynd: Starfsmenn Starbucks halda kröfufund 5. október 2022 í New York.
Mynd: Línurit sem sýnir þróun stéttarfélaagaðildar í Bandaríkjunum frá 1960 til 2020.