Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi var mikil frjálshyggjumanneskja á árum árum og vildi afnema ríkisítök á ýmsum sviðum.
Halla sagði við kynningu eigin forsetaframboðs í Grósku í gær að forsetaefni ætti að vera hafið yfir pólitísk dægurmál. Fyrri pólitísk afstaða hennar birtist í góðærinu, einu og hálfu ári fyrir hrun.
Sjöunda febrúar 2007 hélt Viðskiptaráð Viðskiptaþing, þar sem Halla flutti erindi.
Á glærum sem hún notaði er talað um að Ísland verði best í heimi á ýmsum sviðum. Halla vildi stefna að því að á Íslandi yrði besta viðskiptaumhverfi heims, besta menntun í heimi og besta stjórnsýsla heims. Til að gera langa sögu stutta gekk það ekki eftir.
En hvernig sá Halla fyrir sér að svo háleitum markmiðum yrði náð?
Meðal þess sem hún nefndi í eindi sínu á Viðskiptaþingi var að skattar yrði lágir og flatir og tekjuskattur einstaklinga og fyrirtækja og virðisaukaskattur yrðu samræmdir í einn lágan og flatan skatt án undanþága. Tolla, vörugjöld og sértæka skatta yrði að afnema.
Halla talaði einnig fyrir því að einkaaðilar tækju við rekstri menntastofnana. Ríkið ætti að fjármagna menntun á leik-, grunn og framhaldsskólastigi.
Ekki taldi Halla ráðlegt að ríkið stæði fyrir beinni atvinnusköpun. Hún vildi að opinberir starfsmenn nyru sömu réttinda og skyldna og starfsmenn í einkageira. Ráðuneytum skyldi fækkað og stofnunum fækkað markvisst með því að leggja þær niður og fela einkaaðilum starfsemi þeirra, ef þörf væri á áframhaldandi rekstri.
Einkaaðilar áttu líka í auknum mæli að mati Höllu að taka við rekstri heilbrigðisstofnana. Lífeyrissjóðir og tryggingafélög tækju við almannatryggingum.
Náttúruauðlindir Íslendinga, sagði Halla, áttu að vera í auknum mæli í einkaeigu.
Á facebook-síðu sinni segist Halla orðlaus yfir stuðningi sem hún hafi fengið við framboð sitt nú. Hún tók einnig þátt árið 2016 og fékk þá næstflest atvæði á eftir Guðna Th.