Heimaleikurinn vinnur aðalverðlaunin á kvikmyndhátíðinni í Glasgow

Menning 12. mar 2024

Íslenska heimildarmyndin Heimaleikurinn vann í gær aðalverðlaun kvikmyndahátíðarinna Glasgow film festival. Um er að ræða áhorfendaverðlaun og hefur engin mynd í sögu hátíðarinnar fengið jafn háa einkunn og Heimaleikurinn. Myndin, sem sýnd var í tvígang á hátíðinni, hlaut standandi lófaklapp í bæði skiptin. 

Myndin fjallar um tilraunir heimamanna á Hellissandi, einkum þó Kára Viðarssonar leikara, til að leika vígsluleik með Ungmennafélaginu Reyni Hellissandi í knattspyrnu, á vellinum sem faðir Kára var hvatamaðurinn að því að gera aldarfjórðungi fyrr, en aldrei var leikinn opinber leikur á. 

Þetta eru ekki fyrstu verðlaunin sem Heimaleikurinn hlýtur en hún hlaut áhorfendaverðlaunin á Skjaldborgarhátíðinni í fyrra og einnig á Nordisk Panorama Film Festival hátíðinni. Þá hlaut Heimaleikurinn einnig dómnefndarverðlaun á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Búdapest.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí