Læknir sem Alma Möller landlæknir svipti fyrir áramót leyfi til að vísa skjólstæðingum sínum á morfínlyf, segir að ópíóðafíkn sé banvænur sjúkdómur sem drepi allt að hundrað manns hérlendis á ári. Stærslur hluti sé ungt fólk og einkum karlar.
Þetta kom fram í viðtali Gunnars Smára Egilssonar við Rauða borðið við lækninn Árna Tómas Ragnarsson.
Dæmi eru um einstaklinga sem nota ofurskammta af morfíni daglega og fúnkera sem slíkir, jafnvel áratugum saman. Því sé ekkert einhlítt í læknavísindum eða lyfjafgjöfum að sögn læknisins.
Talað er að efnin geti kostað kr. 15.000 -20.0000 á dag fyrir þá sem eru háðastir. Skammtur á götunni er rússnesk rúlletta þar sem oft er um óhrein efni að ræða að sögn Árna. Þess vegna skrifaði hann upp á morfín fyrir hóp sem hvergi hefur náð að halla sínu höfði og stendur utan garðs í heilbrigðiskerfinu.
Árni læknir segir skjólstæðingahóp sinn hafa verið „góða gæja“, fína stráka sem hafi ekki viljað brjótast inn í íbúðir til að stela og fjármagna neysluna. Þeir hafi verið prúðir og þakklátir en fárveikir. Nú hafi hann miklar áhyggjur af örlögum þeirra, þar sem þeir fái ekki lengur daglega ávísun á efnið þeirra í apóteki.
Tilvísanir Árna voru að hans sögn skaðaminnkandi aðgerð. Dæmi eru um að skjólstæðingar hans hafi orðið sér úti um vinnu eftir að þeim bauðst að fá daglegan neysluskammt í apótekum. Sumir þeirra féllu í grát þegar þeir heyrðu að Árna hefði verið sviptur leyfi til að vísa á frekari lyf. Líf fíklanna er í hættu, að mati Árna en aðallega er um unga karla að ræða sem hafa setið í viðjum fíknar, allt frá fermingaraldri.
Árni hefur krifað Ölmu Möller landlækni mörg bréf. Hann hefur mælst til að komið verði upp móttöku fyrir þennan viðkvæma hóp.
„Hún hefur aldrei svarað mér,“ segir hann um Ölmu.
„Þetta er með því ánægjulegasta sem ég hef gert í mínum störfum,“ segir Árni jafnframt um tilvísanir lyfjanna – sem þó kostuðu hann leyfið.
Sjá aðra frétt hér: Fíklarnir ætluðu ekki að trúa að læknirinn hlustaði á þá – Samstöðin (samstodin.is)