Læknir sem Alma Möller landlæknir svipti fyrir áramót leyfi til að vísa skjólstæðingum sínum á frekari lyf, telur sig hafa bjargað mannslífum með því að veita fíklum aðgengi að morfíni í blóra við reglur.
Læknirinn, Árni Tómas Ragnarsson, 74 ára, segist fyrst hafa kynnst vanda fíkla á sjúkrahúsi í Svíþjóð þegar þeir voru fluttir meðvitundarlausir að morgni dags á bráðamóttöku á morgnana. Þá hafi þeir gjarnan verið í dái eftir eiturskammta og útigöngu á nóttu. Hafi honum þá orðið vandinn ljós og virðist staðreynd að einhver hluti fíkla komist aldrei út úr vítahring efna.
Síðar segir Árni að ungir hjúkrunarfræðingar í Frú Ragnheiður sem óku um stræti Reykjavíkur að næturlagi og sinntu fíklum með því að sjá þeim fyrir hreinum nálum og sprautum, hafi vakið áhuga hans. Hans liðsinnis hafi verið leitað. Sumir sprautufíklanna hafi notað efni sem sé 1000 sinnum sterkasta en morfín og notendum búinn bráður bani.
Árna varð alvara málsins ljós. Hann fór að skrifa út lyf fyrir þessa einstaklinga, stóra skammta til fólks sem hefur kannski 15-20 ára neyslusögu á bak við sig. Flestir höfðu árangurslaust farið í gegnum Vog svo tugum skiptir.
Árni segir að því miður virki ekki lyf sem séu notuð á Vogi á alla. Afangshópur hafist við í gistiskýlum eða eyði deginum í að stela til að eiga fyrir skammti næsta dags. Hann hafi því talið þörf á að aðhafast og fór að opna dyr sínar fyrir fíklum. Hann útskýrði fyrir fíklunum að þeir væru veikir og að þeir ættu rétt á heilbrigðiþjónustu eins og allir aðrir.
„Þeir ætluðuðu ekki að trúa eigin eyrum að einhver hlustaði á þá,“ sagði Árni í samtali við Samstöðina við Rauða borðið í vikunni.
Áður en Árni tók þetta örlagaríka skref hringdi hann í nokkra lyfsala. Enginn lyfsali neitaði að veita fíklunum morfínlyfin ef hann ætlaði sér að skrifa upp á þau. Þá datt Árna í hug að best væri að fíklarnir gætu aðeins tekið út einn dagskammt í einu. Ópíóðasjúklingarnir þurftu því daglega að fara í apótekið en hann ávísaði lyfjunum til heils árs í senn.
Hinn leyfissvipti læknir metur það svo að árangur þessarar þjónustu hafi gengið „glimrandi vel“. Það hafi komið fram í samskiptum hans við fíklana og þeir hafi reynst honum mjög þakklátir og margir náð tökum á eigin lífi að ekki sé minnst á samfélagslegan ávinning líkt og færri rán, færri glæpi sem fíklarnir fremji af þörf til að fjármagna fíkn sína.
Talið að allt að 100 fíklar, háðir ópíóðum, láti lífið árlega. Ástandið er „yfirgengilegt“ að sögn Árna. Hann segir hneyksli að íslenskt samfélag skuli umbera annað eins. Hann telur að hægt væri að koma í veg fyrir stóran hluta dauðsfalla ef löglegt væri að skrifa upp á morfín fyrir fíkla.
Sjá allt viðtali hér: