Hundruð tekin af lífi vegna fíknilagabrota

Að minnsta kosti 467 manns í heiminum öllum voru tekin af lífi á síðasta ári vegna fíknlagabrota. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Harm Reduction International (HRI), félagasamtökum sem fylgst hafa með notkun dauðarefsinga vegna fíknilagabrota síðan árið 2007.

HRI hefur ekki tölur yfir aftökur í Kína, Víetnam eða Norður-Kóreu vegna fíknilagabrota, en samtökin telja að þær geti hlaupið á tugum og jafnvel hundruðum. Í Kína er farið með tölur um aftökur sem ríkisleyndarmál og í Víetnam og Norður-Kóreu hvílir leynd yfir þeim. Þá eru ekki til staðar staðfestar tölur frá Sádí-Arabíu og Tælandi, en talið er að í þeim löndum sé dauðarefsingu vegna fíknilagabrota framfylgt í einhverju, og jafnvel töluverðu mæli. Því, segir í skýrslunni, má gera ráð fyrir að fjöldi dauðadóma, og jafnvel flestir, séu samtökunum óþekktir. 

Þrátt fyrir að tölur séu ekki til staðar frá þessum ríkjum þá segir HRI að samtökin hafi staðfestar tölur frá öðrum löndum, og þar á meðal Íran, Kúveit og Singapúr. Fjölgun líflátsdóma sem hefur verið framfylgt frá fyrra ári, 2022, var alls 44 prósent. 

Samkvæmt alþjóðalögum er óheimilt að beita dauðarefsingu vegna glæpa sem ekki er vísvitandi og af alvarlegasta tagi. Sameinuðu þjóðirnar hafa ítrekað að fíknilagabrot falli ekki í þann flokk. Þrátt fyrir það voru enn 34 þjóðir í heiminum sem við árslok síðasta árs beittu enn dauðarefsingum vegna fíknilagabrota. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí