Boðað hefur verið til undirritunar kjarasamninga milli verkalýðsfélaga ASÍ og Samtaka atvinnulífsins í dag klukkan 17.
Ríkissáttsemjari boðar til fundarins en fundur með fulltrúum verkalýðsfélaga og forsætisráðherra fyrir hádegi gekk vel.
Borgarráð Reykjavíkur hefur samþykkt að taka þátt í yfirlýsingu ríkisins og sveitarfélaga við gerð kjarasamninganna um fríar skólamáltíðir og aðhald í gjaldskrárhækkunum.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu þó hjá og eru borgarfulltrúar flokksins gegn fríum skólamáltíðum. Þeit telja að leita eigi annarra leiða til að tryggja barnafjölskyldum kjarabætur og velferð, en í gegnum gjaldfrjálsar skólamáltíðir grunnskólabarna.
Það eina sem hefði getað komið í veg fyrir samningana í morgun var ef sveitarfélög stæðu ekki við sitt eftir því sem forystufólk verkalýðsfélaganna hefur rætt opinberlega.
Þórdís Reykfjörð fjármálaráðherra sagði á Alþingi kjarasamningarnir myndu kosta ríkið mjög mikil fjárútlát. Segja þingmenn í minnihlutanum sem Samstöðin hefur rætt við að þingmenn Sjálfstæðisflokksins ætli að nota kjarasamningana sem réttlætingu fyrir lokasölu á bréfum ríkisins í Íslandsbanka.