Leigubílstjóri á Íslandi rændur af rasistum – lífshætta segir eiginkonan

Banna Hlín Halldórsdóttir sem gift er brúnum karlmanni frá Afganistan hefur bannað eiginmanni sínum, Navid, sem ekur leigubíl að fara í vinnuna þar sem lífi hans hafi verið ógnað. Framkoman er vegna rasískra ofsókna að hennar sögn.

Ungir íslenskir karlmenn hafa að sögn Nönnu ítrekað stigið út úr leigubíl Navids að lokinni ferð án þess að greiða fargjaldið.

Það er  þó ekki verst heldur hafa margir ógnað honum. Navid er hættur að nota bílbelti af ótta við að hann gæti þurft að komast eldsnöggt út úr eigin bifreið.

Vini Navid var nýlega ógnað með hnífi af fullum íslenskum karlmanni. Sá kynnti sig sögunnar sem „The Viking“.

„Ég er hreinlega hrædd um líf hans,“ segir Nanna. „Ég er eins og mamma sem stend við stóra umferðagötu og rígheld í hönd barnsins míns.“

Athugasemdir á samfélagsmiðlum benda til mikillar uppsveiflu rasisma að hennar sögn á skömmum tíma.

„Stjórnmálamenn eru búnir að veita rasistunum í flokkunum sínum og utan flokka veiðileyfi á fólk í viðkvæmum hópum,“ segir Nanna.

„Og ég er ekki einu sinni byrjuð á að tala um að þetta er að gerast á sama tíma og við horfum á Palestínufólk deyja.“

Frásögn Nönnu er ein fjölmargra síðustu daga sem benda til aukins útlendingahaturs hér á landi.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí