26 oddvitar sjálfstæðismanna í ýmsum sveitarfélögum, hjóla í Heiðu Björg Hilmisdóttur, formann Sambands íslenskra sveitarfélaga með aðsendri grein í Mogganum í dag. Yfirskrift greinarinnar er „Óboðleg vinnubrögð“.
Framganga Heiðu í baráttumálinu um fríar skólamáltíðir sem jöfnunartæki og innlegg í kjarasamninga fer illa fyrir brjóstið á oddvitunum. Fram hefur komið að sjálfstæðismenn víða um land og meðal annars í Reykjavík, vilja ekki að börn fái frían hádegismat í skólum. Heiða hafi ráðskast með sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga og ekki starfað í samræmi við eindreginn vilja sveitastjórna og bókun stjórnar. Rangt sé að sátt sé um breytinguna, að því er kemur fram í greininni í Mogganum.
Í dag fer fram ársþing sveitarstjórnarfulltrúa. Ljóst er að sjálfstæðismenn ætla að sauma að Heiðu á þinginu. Kannski líta þeir almennt svo á sem hádegisverðurinn sé aldrei ókeypis – samanber möntru sem Hannes Hólmsteinn Gissurarson einn helsti hugmyndafræðingur flokksins klifaði á þegar nýfrjálshyggjan ruddi sér til rúms hér á landi.
Meðal þeirra sem mótmæla framgöngu Heiðu eru Almar Guðmundsson, Garðabæ, Ásdís Kristjánsdóttir, Kópavogi, Ásgeir Sveinsson, Mosfellsbæ, Eyþór Harðarson, Vestmannaeyjum, Heimir Örn Árnason, Akureyri, Hildur Björnsdóttir, Reykjavík og Rósa Guðbjartsdóttir, Hafnarfirði