Ókeypis hádegismatur styggir urmul sjálfstæðismanna

Samfélagið 14. mar 2024

26 oddvitar sjálfstæðismanna í ýmsum sveitarfélögum, hjóla í Heiðu Björg Hilmisdóttur, formann Sambands íslenskra sveitarfélaga með aðsendri grein í Mogganum í dag. Yfirskrift greinarinnar er „Óboðleg vinnubrögð“.

Framganga Heiðu í baráttumálinu um fríar skólamáltíðir sem jöfnunartæki og innlegg í kjarasamninga fer illa fyrir brjóstið á oddvitunum. Fram hefur komið að sjálfstæðismenn víða um land og meðal annars í Reykjavík, vilja ekki að börn fái frían hádegismat í skólum. Heiða hafi ráðskast með sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga  og ekki starfað í samræmi við eindreginn vilja sveita­stjórna og bók­un stjórn­ar. Rangt sé að sátt sé um breytinguna, að því er kemur fram í greininni í Mogganum.

Í dag fer fram ársþing sveitarstjórnarfulltrúa. Ljóst er að sjálfstæðismenn ætla að sauma að Heiðu á þinginu. Kannski líta þeir almennt svo á sem hádegisverðurinn sé aldrei ókeypis – samanber möntru sem Hannes Hólmsteinn Gissurarson einn helsti hugmyndafræðingur flokksins klifaði á þegar nýfrjálshyggjan ruddi sér til rúms hér á landi.

Meðal þeirra sem mótmæla framgöngu Heiðu eru Alm­ar Guðmunds­son, Garðabæ, Ásdís Kristjáns­dótt­ir, Kópa­vogi, Ásgeir Sveins­son, Mos­fells­bæ, Eyþór Harðar­son, Vest­manna­eyj­um, Heim­ir Örn Árna­son, Ak­ur­eyri, Hild­ur Björns­dótt­ir, Reykja­vík og Rósa Guðbjarts­dótt­ir, Hafnar­f­irði

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí