Ólafur Jóhann funheitur fyrir forsetaframboði
Flest bendir til að Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur og viðskiptamaður sé á leið í forsetaframboð.
Eins ólíkir menn og Bubbi Morthens og Hannes Hólmsteinn Gissurarson hafa undanfarið lýst yfir að þeir myndu styðja hann í embætti eða vakið áhuga á honum sem efni. Hannes Hólmsteinn staðhæfir að Ólafur Jóhann myndi ná kjöri ef hann ákveður að bjóða sig fram.
Forsetaefni sem gæti sameinað landsmenn frá vinstri til hægri hefur forskot umfram þá sem aðiens höfða til hluta landsmanna. Hefur nafn Ólafs Jóhanns iðulega dúkkað upp í umræðunni.
Sjálfur segist Ólafur Jóhann „leggja við hlustir“ – útilokar ekkert og tekur ekki af skarið í samtali við Moggann,
Markaðsmenn benda á að slíkt tal sé ávísun á gott gengi. Trana sér ekki fram en segjast vera að svara ákalli fylgjenda.
Við þurfum á þér að halda
Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.
Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.
Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.
Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.
Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.
Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.
Þitt framlag skiptir máli.
Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward