Ósigur Íslands í gærkvöld kostaði einn og hálfan milljarð

Samfélagið 27. mar 2024

Þótt flestir landsmenn virðist sammála um að hið unga landslið okkar hafi barist vel í gær gegn Úkraínu liggur fyrir að íslenska þjóðin er í sárum vegna þess hve litlu munaði að litla landið okkar næði inn í lokakeppni EM í annað skipti í sögunni.

Ekki er bara um stolt að ræða heldur var einnig keppt um gríðarlega peninga í gærkvöld. Sennilega er Þorvaldur Örlygsson, nýr stjóri KSÍ, hnugginn í dag, því ef Ísland hefði unnið leikinn í gærkvöld hefði KSÍ fengið einn og hálfan milljarð króna frá Evrópska knattspyrnusambandinu.

Allar þátttökuþjóðir í lokamótinu fá slíka risafjárhæð.

Með jafnteflum eða sigrum í Þýskalandi í sumar hefðu svo bæst við háar fjárhæðir, 150 millur fyrir hvern sigurleik í riðlakeppninni og 75 milljónir fyrir hvert jafntefli.

Full ástæða er til bjartsýni um að unga og baráttuglaða liðið okkur komi okkur aftur inn á EM síðar og kannski fyllast þá hirslur KSÍ aftur af fé.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí