Pakki stjórnvalda 80 milljarðar

Stuðningur ríkisstjórnarinnar vegna kjarasamninganna nemur 80 milljörðum króna á fjórum árum.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vonast til að fleiri félög en þau sem eru undir hatti breiðfylkingarinnar skrifi undir á næstu dögum.

Meðal þess sem stjórnvöld leggja fram eru aðgerðir sem draga úr verðbólgu og vöxtum auk framlegðar hagkvæms húsnæðis.

Langtímasamingurinn sem breiðfylkling stéttarfélaga og Sam­tök at­vinnu­lífs­ins hafa undirritað hækkar laun að lágmarki um tæplega 24.000 krónur hvert almanaksár. Samið er tl fjögurra ára.

Laun munu al­mennt hækka um 3,25 prósent á fyrsta samn­ings­ár­inu og svo 3,5 prósent samn­ings­ár­in á eft­ir.

Stöðug­leika­samn­ing­inn kalla þau sem undirrituðu samninginn gerð hans. Markmiðið er að ná niður verðbólgu og vöxtum

Kauptaxta­auk­i segir að á samn­ings­tím­an­um reikn­ist taxta­auki á lág­marks­kauptaxta kjara­samn­inga vegna launaþró­un­ar á al­menn­um vinnu­markaði, að til­tekn­um skil­yrðum.

Starfsfólk í ræstingum fær sérstakar kjarahækkanir.

Í ferðaþjónustu verður sú breyting hjá verkafólki að vakta­álag hjá vakta­vinnu­fólki verður framvegis greitt fyr­ir alla vinnu utan dag­vinnu­tíma­bils fram að full­um vinnu­skil­um. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí