Stuðningur ríkisstjórnarinnar vegna kjarasamninganna nemur 80 milljörðum króna á fjórum árum.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vonast til að fleiri félög en þau sem eru undir hatti breiðfylkingarinnar skrifi undir á næstu dögum.
Meðal þess sem stjórnvöld leggja fram eru aðgerðir sem draga úr verðbólgu og vöxtum auk framlegðar hagkvæms húsnæðis.
Langtímasamingurinn sem breiðfylkling stéttarfélaga og Samtök atvinnulífsins hafa undirritað hækkar laun að lágmarki um tæplega 24.000 krónur hvert almanaksár. Samið er tl fjögurra ára.
Laun munu almennt hækka um 3,25 prósent á fyrsta samningsárinu og svo 3,5 prósent samningsárin á eftir.
Stöðugleikasamninginn kalla þau sem undirrituðu samninginn gerð hans. Markmiðið er að ná niður verðbólgu og vöxtum
Kauptaxtaauki segir að á samningstímanum reiknist taxtaauki á lágmarkskauptaxta kjarasamninga vegna launaþróunar á almennum vinnumarkaði, að tilteknum skilyrðum.
Starfsfólk í ræstingum fær sérstakar kjarahækkanir.
Í ferðaþjónustu verður sú breyting hjá verkafólki að vaktaálag hjá vaktavinnufólki verður framvegis greitt fyrir alla vinnu utan dagvinnutímabils fram að fullum vinnuskilum.