Kína, Íran og Rússland hófu í dag sameiginlegar heræfingar á Indlandshafi, í Ómanflóa. Í yfirlýsingu frá kínverska varnarmálaráðuneytinu eru æfingarnar sagðir miða að því að ríkin tryggi í sameiningu öryggi á höfunum.
Heræfingarnar eiga að standa til 15. mars og verða senda Rússar og Kínverjar herskip sín til þátttöku en þáttaka Írans verður bæði í legi og í lofti. Auk ríkjanna þriggja verða fulltrúar frá Óman, Azerbaijan, Kazakstan, Pakistan og Suður-Afríku þátttakendur með einhverjum hætti, án þess að það sé að fullu skýrt í þeim tilkynningum sem ráðuneyti ríkjanna hafa gefið út.
Heræfingarnar nú er síst til þess fallnar að draga úr áhyggjum sem uppi eru í Bandaríkjunum sökum þess sem lýst er sem auknum ögrunum Írana við bandarískt herlið í Miðausturlöndum. Þannig lýsti bandaríski öldungardeildarþingmaðurnn Tom Cotton því á föstudaginn að vígmenn með stuðningi Írans hefðu ítrekað ráðist á Bandaríkjamenn í Írak og Sýrlandi. Þá hafa vígamenn í Jemen fengið hergögn og stuðning frá stjórninni í Teheran.
Þetta er ekki fyrsta heræfingin sem ríkin þrjú standa saman að heræfingum. Síðast árið 2022 gerðu þau það, einnig þá í Ómanflóa.