Rússar, Íranir og Kínverjar hefja sameiginlegar heræfingar

Kína, Íran og Rússland hófu í dag sameiginlegar heræfingar á Indlandshafi, í Ómanflóa. Í yfirlýsingu frá kínverska varnarmálaráðuneytinu eru æfingarnar sagðir miða að því að ríkin tryggi í sameiningu öryggi á höfunum. 

Heræfingarnar eiga að standa til 15. mars og verða senda Rússar og Kínverjar herskip sín til þátttöku en þáttaka Írans verður bæði í legi og í lofti. Auk ríkjanna þriggja verða fulltrúar frá Óman, Azerbaijan, Kazakstan, Pakistan og Suður-Afríku þátttakendur með einhverjum hætti, án þess að það sé að fullu skýrt í þeim tilkynningum sem ráðuneyti ríkjanna hafa gefið út. 

Heræfingarnar nú er síst til þess fallnar að draga úr áhyggjum sem uppi eru í Bandaríkjunum sökum þess sem lýst er sem auknum ögrunum Írana við bandarískt herlið í Miðausturlöndum. Þannig lýsti bandaríski öldungardeildarþingmaðurnn Tom Cotton því á föstudaginn að vígmenn með stuðningi Írans hefðu ítrekað ráðist á Bandaríkjamenn í Írak og Sýrlandi. Þá hafa vígamenn í Jemen fengið hergögn og stuðning frá stjórninni í Teheran.

Þetta er ekki fyrsta heræfingin sem ríkin þrjú standa saman að heræfingum. Síðast árið 2022 gerðu þau það, einnig þá í Ómanflóa. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí