Starfsfólk mótmælir harkalegum niðurskurði í nafni orkuskipta

Þúsundir starfsfólk orku risans Enel á ítalíu hafa lagt niður störf í dag 8. mars auk þess verður yfirvinnubann til 24. Mars.

Þessar aðgerðir starfsfólksins eru viðbrögð við niðurskurðar áætlun fyrirtækisins upp á  ≈179 milljarðar króna (€1,2 milljarðar) sem á að nást fyrir árið 2026 en félagið skuldar ≈9,3 billjónir íslenskrar króna (€62 miljarðar).

Verkalýðsfélögin sem hjálpa starfsfólkinu að skipuleggja þessar aðgerðir heita CGILCISL og UIL sem má kannski þýða svona á íslensku: Ítalska almenna verkalýðssambandið (CGIL), Ítalska verkalýðssambandið (CISL) og Ítalskt verkalýðsfélag flutningaverkamanna (UIL).

Þessi félög hafa lýst yfir þungum áhyggjum af því að áform Enel um að draga úr endurnýjun á búnaði og mannvirkjum, með aðgerðum á borð við útvistun og ráðningarbann næstu þrjú árin, muni hafa neikvæð áhrif á starfsfólk og samfélög þeirra.  Þess í stað ætlar fyrir tækið að beina fjárfestingum í endurnýtanlega orkuinnviði.  

Verkalýðsfélögin hafa bent á mikilvægi þess að orkuskipti séu framkvæmd á sanngjarnan hátt. Þau leggja áherslu á að græn framtíð verði ekki að veruleika nema tryggt sé að umskiptin leiði ekki til félagslegs óréttlætis. Þetta felur í sér að starfsfólk og samfélög þurfa að vera hluti af ákvörðunarferlinu og að þeim sé tryggður réttur til endurmenntunar og nýrra tækifæra í hreinni orkugeira.

Mynd: Starfsmenn Enel mótmæla, verkalýðsfélög sameinast gegn útvistun: „Alvarlegur skortur á starfsfólki í Siena“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí