Þúsundir starfsfólk orku risans Enel á ítalíu hafa lagt niður störf í dag 8. mars auk þess verður yfirvinnubann til 24. Mars.
Þessar aðgerðir starfsfólksins eru viðbrögð við niðurskurðar áætlun fyrirtækisins upp á ≈179 milljarðar króna (€1,2 milljarðar) sem á að nást fyrir árið 2026 en félagið skuldar ≈9,3 billjónir íslenskrar króna (€62 miljarðar).
Verkalýðsfélögin sem hjálpa starfsfólkinu að skipuleggja þessar aðgerðir heita CGIL, CISL og UIL sem má kannski þýða svona á íslensku: Ítalska almenna verkalýðssambandið (CGIL), Ítalska verkalýðssambandið (CISL) og Ítalskt verkalýðsfélag flutningaverkamanna (UIL).
Þessi félög hafa lýst yfir þungum áhyggjum af því að áform Enel um að draga úr endurnýjun á búnaði og mannvirkjum, með aðgerðum á borð við útvistun og ráðningarbann næstu þrjú árin, muni hafa neikvæð áhrif á starfsfólk og samfélög þeirra. Þess í stað ætlar fyrir tækið að beina fjárfestingum í endurnýtanlega orkuinnviði.
Verkalýðsfélögin hafa bent á mikilvægi þess að orkuskipti séu framkvæmd á sanngjarnan hátt. Þau leggja áherslu á að græn framtíð verði ekki að veruleika nema tryggt sé að umskiptin leiði ekki til félagslegs óréttlætis. Þetta felur í sér að starfsfólk og samfélög þurfa að vera hluti af ákvörðunarferlinu og að þeim sé tryggður réttur til endurmenntunar og nýrra tækifæra í hreinni orkugeira.
Mynd: Starfsmenn Enel mótmæla, verkalýðsfélög sameinast gegn útvistun: „Alvarlegur skortur á starfsfólki í Siena“