Stórhagnaður hjá Samkaupum á tímum staurblankra neytenda

Uppgjör Samkaupa fyrir árið 2023 sýnir fram á mikinn viðsnúning í rekstri milli ára. Á tímum þar sem sliguð alþýða hefur lapið dauðann úr skel af því að það hefur kostað of mikið að kaupa í matinn skilaði samsteypan 268 milljóna króna hagnaði. Árið 2022 varð 192 milljóna tap.

Vörusala jókst á milli ára og nam rúmum 42,3 milljörðum.

Samkaup reka meira en 60 verslanir víðsvegar um land undir merkjum Nettó, Kjörbúðarinnar, Krambúðarinnar og Iceland.

Hafa ekki síst síðstnefndu búðirnar stundum komist í fréttar vegna svimandi hás vöruverðs.

Samkaup þakka góðri stjórnun og eigin starfsfólki góða afkomu og viðsnúning í rekstri eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá félaginu.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí