Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, viðurkennir að stjórnarsamstarfið hafi gengið betur eftir að Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra vék af velli vegna veikinda sinna.
Hann segir að Svandís sé að snúa aftur til vinnu og fagnar því.
Þórarinn Ingi segir að stjórnarsamstarfið hafi á köflum verið eins og erfitt hjónaband og einkennst af brekkum. Eftir áramót hafi rofað til.
Spurður hvort betra samkomulag í ríkisstjórninni hangi saman við fjarveru Svandísar við ráðherraborðið, því þegar Svandís fór í veikindafrí lá nærri að ríkisstjórnin endaði lífdaga sína vegna hótana sjálfstæðismanna um stjórnarslit, segir Þórarinn það erfiða spurningu.
Hann viðurkennir að hugsanlega hafi fjarvera Svandísar í kjölfar hvalamálsins og álits umboðsmanns Alþingis haft áhrif á að stjórnin hengur enn saman.

„Stundum keyrir maður á vegg og þá þarf að hugsa hvort halda eigi áfram eða slíta,“ segir Þórarinn Ingi, þingmaður Framsóknarflokksins.
„Ákvörðun var tekin um að halda áfram.“
Sjá umræðu um málið á 47:25 mínútu í sjónvarpsþættinum Þingið, sem sýndur var á Samstöðinni í gærkvöld.