Svandís snýr aftur úr veikindum – fjarveran mögulega bjargað stjórninni

Stjórnmál 19. mar 2024

Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, viðurkennir að stjórnarsamstarfið hafi gengið betur eftir að Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra vék af velli vegna veikinda sinna.

Hann segir að Svandís sé að snúa aftur til vinnu og fagnar því.

Þórarinn Ingi segir að stjórnarsamstarfið hafi á köflum  verið eins og erfitt hjónaband og einkennst af brekkum. Eftir áramót hafi rofað til.

Spurður hvort betra samkomulag í ríkisstjórninni hangi saman við fjarveru Svandísar við ráðherraborðið, því þegar Svandís fór í veikindafrí lá nærri að ríkisstjórnin endaði lífdaga sína vegna hótana sjálfstæðismanna um stjórnarslit, segir Þórarinn það erfiða spurningu.

Hann viðurkennir að hugsanlega hafi fjarvera Svandísar í kjölfar hvalamálsins og álits umboðsmanns Alþingis haft áhrif á að stjórnin hengur enn saman.

„Stundum keyrir maður á vegg og þá þarf að hugsa hvort halda eigi áfram eða slíta,“ segir Þórarinn Ingi, þingmaður Framsóknarflokksins.

„Ákvörðun var tekin um að halda áfram.“

Sjá umræðu um málið á 47:25 mínútu í sjónvarpsþættinum Þingið, sem sýndur var á Samstöðinni í gærkvöld.

Þingið 18. mars (youtube.com)

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí