Sviðslistafólk á Íslandi fordæmir þjóðarmorð

Sviðslistafólk á Íslandi fordæmir þjóðarmorð Ísraelsríkis á saklausum borgurum í Palestínu. Hópurinn skorar á Ríkisstjórn Íslands og Alþingi, að fordæma árásir Ísraelsríkis á Palestínu. Beita sér fyrir tafarlausu vopnahléi og slíta stjórnmálasambandi við Ísrael.

Undir áskorun þessa efnis skrifar fjöldi sviðsliðstamanna.

Mjög heit umræða varð á facebook í gærkvöld eftir að ljóst varð að Hera Björk Þórhallsdóttir hafði sigrað forkeppni Evróvisjón á kostnað Palestínumanns sem keppti við hana í bráðabana.

Höfðu margir á orði að rasismi Íslendinga hefði skriðið fram úr undirdjúpunum en ansi margir hölluðu orði á kynþátt mótherja Heru. Virðist sem eitthvað hafi verið um strategíska kosningu í lokaeinvíginu.

Lára Ómarsdóttir blaðamaður var í hópi þeirra sem skrifuðu um sýnilegri rasisma en nokkru sinni.

Margir tóku undir.

Meðal annars mátti lesa mörg hatursfull ummæli um hvort það væri í lagi að fáni Palestínu blakti á einum stað utanhúss hér á landi.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí