„Það myndi ekkert fúnkera hér ef ekki væru innflytjendur“

Þóra Arnórsdóttir, fyrrum ritstjóri Kveiks á Rúv og núverandi starfsmaður Landsvirkjunar, sagði í sjónvarpsþættinum Synir Egils sem stendur yfir á Samstöðinni að margt bendi til að húðliður innflytjenda ráði viðhorfi innfæddra til útlendinga- og mannúðarmála.

„Það myndi ekkert fúnkera hér ef ekki væru innflytjendur,“ sagði Þóra.

Hún segir að ef innflytjendur hefðu ekki komið íslensku samfélagi til bjargar, þar sem þeir vinni störf sem infæddir vilja síður starfa við líkt og ræstingar, að keyra strætó og hjúkra öldruðum, væri allt í kaldakolum. Nú sé eins og hluti þjóðarinnar sé að flokka inflytjendur í góða og vonda útlendinga eftir húðlit.

Spyrja mætti hvort móttaka Úkraínufólks hefði orðið ógreiðari inn í landið ef húðlitur þess væri annar.

Okkar ábyrgð er að sögn Þóru að skapa innflytjendum tengingar.  Þeir sem eignist innfæddan vin líði betur og plumi sig betur.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí