Þóra Arnórsdóttir, fyrrum ritstjóri Kveiks á Rúv og núverandi starfsmaður Landsvirkjunar, sagði í sjónvarpsþættinum Synir Egils sem stendur yfir á Samstöðinni að margt bendi til að húðliður innflytjenda ráði viðhorfi innfæddra til útlendinga- og mannúðarmála.
„Það myndi ekkert fúnkera hér ef ekki væru innflytjendur,“ sagði Þóra.
Hún segir að ef innflytjendur hefðu ekki komið íslensku samfélagi til bjargar, þar sem þeir vinni störf sem infæddir vilja síður starfa við líkt og ræstingar, að keyra strætó og hjúkra öldruðum, væri allt í kaldakolum. Nú sé eins og hluti þjóðarinnar sé að flokka inflytjendur í góða og vonda útlendinga eftir húðlit.
Spyrja mætti hvort móttaka Úkraínufólks hefði orðið ógreiðari inn í landið ef húðlitur þess væri annar.
Okkar ábyrgð er að sögn Þóru að skapa innflytjendum tengingar. Þeir sem eignist innfæddan vin líði betur og plumi sig betur.