Þjóðin klofin eftir sigur Íslands – hetja liðsins í þagnarbindindi

Samfélagið 22. mar 2024

Þótt stórsigur hafi unnist í gærkvöld gegn Ísrael í fótbolta er þjóðin enn þverklofin í afstöðu til þess hvort rétt hafi verið að spila leikinn.

Enn er ósvarað hvers vegna KSÍ leyfði Albert Guðmundssyni, hetju liðsins í gær, ekki að fara í viðtöl við fjölmiðla að leik loknum. Var það vegna einkamáls eða höfðu borist vísbendingar um að öryggi Alberts kynni að vera ógnað?

Viðureignin fór 4-1 eftir að Ísland hafði lent marki undir. Liðið sýndi glæsilega frammistöðu og á þráðum sem studdu sniðgöngu mátti jafnvel lesa að Ísrael hafi fengið makleg málagjöld.

Að spila leikinn var ekki bara íþróttaleg ákvörðun heldur líka pólitísk ákvörðun. Enda var mikil spenna á leikvanginum í Ungverjalandi og öryggisgæsla í hæstu hæðum. Þegar áhangendur Ísrael fóru að baula kerfisbundið á íslensku leikmennina fannst sumum sem veruleikinn stæði á haus.

Þeir sem horfðu á leikinn í sjónvarpinu hér heima og greindu frá því urðu sumir fyrir aðkasti.

FIFA taldi sjálfgefið að banna Rússum að taka þátt í sambærilegum mótum eftir innrásina í Úkraínu. Þykja mörgum voðaverk Ísraela í samtímanum, árásir þeirra á Gaza sem hafa kostað 13.000 börn lífið og alls á fjórða tug mannslífa Palestínumanna, síst skárri en Rússa.

Palestínumenn kröfðust þess síðast í gær að FIFA bannaði Ísraelum að spila leikinn.

Var betra að spila leikinn og vinna Ísrael í gær en að keppa ekki?

Þátttaka Íslands í Evróvisjón er önnur umdeild ákvörðun sem klýfur íslensku þjóðina í herðar niður.

Kannski má kalla það kaldhæðni örlaganna að sigur Íslendinga þýðir að næsta þriðjudag fer aftur fram viðureign milli okkar herlausu eyþjóðar í norðri og mótherja sem staddir eru eru í miðju stríðsátaka. Ísland keppir við Úkraínu. Úrslit leiksins ráða hvort liðið tryggir sér laust sæti á EM.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí