Þrjú þakklát biskupsefni keppa um stöðu Agnesar

Biskupsefnin þrjú sem kosið verður um í næsta mánuði segjast þakklát yfir stuðningnum. Erfitt er að spá fyrir um hvert þeirra verður biskup en úrslit gætu skýrt eftir rúman mánuð. Nýr biskup tekur við af Agnesi Sigurðardóttur.

„Ég er þakklát fyrir þann mikla stuðning sem ég hef fengið og því trausti sem mér hefur verið sýnt meðal starfssystkina minna,“ segir Guðrún Karls Helgudóttir.

„Ég mun nú leggja mig fram, með Guðs hjálp við að kynna mig fyrir þeim sem síðan munu kjósa biskup 11. – 16. apríl næstkomandi. Ég legg þá vegferð sem framundan er í Guðs hendur og hlakka til að kynnast fólki í sóknarnefndum um land allt næsta mánuðinn og ræða kirkju, trú og framtíð,“ segir Guðrún.

Elínborg Sturludóttir segir: „Auðvitað vissi ég ekki hve mikinn stuðning ég ætti svo ég er mjög glöð og þakklát samstarfsfólki mínu meðal vígðra þjóna sem treystir mér til að vera biskup. Vonandi á aðdragandi biskupskjörsins eftir að vera gjöfull tími í umræðu um kirkju og kristni.“

Og Guðmundur Karl Brynjarsson segir: „Ég er fyrst og fremst þakklátur fyrir stuðning samþjóna minna á akrinum. Ég tek tilnefningum þeirra af bæði auðmýkt og einurð. Nú er bara að bretta upp ermar. Ég hlakka mikið til þess sem framundan er, að fara um landið, kynna mig og kynnast enn betur kirkjunnar fólki.

Þessi þrjú hlutu flestar tilnefningar og munu um 3.000 eiga þess kost að greiða atkvæði í næsta legg. Ekki er víst að það verði endanleg kosning nema eitt biskupsefnanna nái meirihluta atkvæða.

Guðrún hlaut 65 tilnefningar, Guðmundur Karl 60 og Elínborg 52.

Þeir sem Samstöðin hefur rætt við innan þjóðkirkjunnar eru sammála um að ómögulegt sé að spá fyrir um hver verði biskup á grunni tilnefninganna núna – „nú hefst allt öðruvísi slagur,“ eins og einn prestur orðaði það. Viðmælendur eru sammála um að þjóðkirkjan standi frammi fyrir ýmsum áskorunum og varði miklu hver leysi Agnesi Sigurðardóttur af hólmi.

Samstöðin ræddi við biskupsefnin þrjú áður en úrslit voru kunngjörð og má finna viðtölin á youtube.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí