Þvæla að ofbeldi á Íslandi sé að aukast

Undanfarið hafa margir, sér í lagi á hægri vængnum, látið eins og á Íslandi geysi ofbeldisalda. Menn láta eins og samfélagið sé bókstaflega að rofna því ofbeldishneygðir flóttamenn ráfi um götur Reykjavíkur í leit að nýju fórnarlambi. Raunin er þó sú að ofbeldisbrot á Íslandi hafa svo gott sem staðið í stað síðustu tíu ár. Að vísu er ein undantekning frá því, tilkynningar um heimilisofbeldi hafa rokið upp.

Brynjólfur Gauti Guðrúnar Jónsson, doktorsnemi í tölfræði við Háskóla Íslands, vekur athygli á þessu á Twitter. Hann vísar í færslu eftir Daða nokkur Kristjánsson sem skrifar: „Ég held að það sé kominn tími á kosningar í þessu landi. Núverandi ríkisstjórn er ekki fær um að vernda sína borgara virðist vera.“ Tilefnið er frétt um að maðurinn sem réðst með hníf á tvo starfsmenn verslunar hafi einnig staðið í hótunum við Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara.

Brynjólfur segist skilja vel að fólk verði óttaslegið við að lesa slíkar fréttir. Slíkur ótti megi þó ekki blinda menn fyrir raunveruleikanum. „Svona tilvik eru alvarleg og það er mannlegt að finna fyrir hræðslu við lestur slíkra frétta. Því er mikilvægt að skoða þetta í stóru samhengi. Skráðum ofbeldisbrotum á höfðatölu, öðrum en heimilisofbeldi, hefur ekki fjölgað á höfuðborgarsvæðinu síðustu 11 árin,“ skrifar Brynjólfur og birtir myndina sem sjá má hér fyrir neðan.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí