Fimmti dagur verkfalls verksmiðjuverkafólk sem vinnur við pökkun á fæðubótarefnum í Windsor, Ontarion, Kanada.
Starfsmennirnir krefjast samkeppnishæfra kjara sem endurspeglar framlag þeirra til vaxtar og arðsemi fyrirtækisins Jamieson Laboratories.
Helstu ágreiningsefnin eru laun, hlunnindi og starfsöryggi. Verkafólkið segir að núverandi tilboð fyrirtækisins sé verri kjör samanborið við sambærileg störf auk þess standi ekki undir grunnþörfum starfsfólksins svo sem mat, húsnæði og orku. Þessir þrír vöruflokkar eru þeir flokkar sem hafa hækkað mest eftir heimsfaraldur og því liggur sú byrði hlutfallslega þyngra á láglaunafólki.
Starfsfólk vilja einnig verja sinn lífeyrissjóð, rétt til heilbrigðisþjónustu og varnir fyrir eldri starfsfólk.
Starfsfólkið sakar fyrirtækið um að vera gráðugt og lítilsvirðandi í garð þess. Þar sem fyrirtækið hefur verið að skila methagnaði aukið sína markaðshlutdeild á heimsvísu, sérstaklega í Kína, en neita að deila á vinningi með starfsfólki sínu.
Talsmaður stéttarfélagsins sagði „Félagsfólk okkar hefur talað hátt og skýrt. Þeir eru ekki tilbúnir að samþykkja ófullnægjandi samning sem endurspeglar ekki dugnað þeirra og elju. Þeir eiga betra skilið og eru reiðubúnir að berjast fyrir því.
Talsmaður Jamieson Laboratories sagði „Við erum vonsvikin yfir því að starfsfólks okkar hafi hafnað seinna tilboði okkar sem við teljum að hafi verið sanngjarnt og eðlilegt. Við erum enn staðráðin í að ná gagnkvæmum samningi sem tryggir langtímaárangur fyrirtækis okkar og starfsfólks.“