Í Finnlandi er samsteypustjórn sem markvisst vinnur að því að veikja rétt launafólks og velferðarríkið. Því hefur finnska verkalýðshreyfingin undir forystu SAK, sem má líkja við ASÍ, fundið sig knúna til að andæfa þessum áformum af krafti.
Í íslenskum lögum er grein sem takmarkar frelsi verkalýðshreyfingarinnar til að setja þrýsting á stjórnvöld, 2. lið 17. gr. laga nr. 80/1938. Það virðist ekki vera neitt slíkt ákvæði í finnskum lögum eða að það sé mjög veikt.
Þannig hafa pólitísk verkföll verið tíð til að mótmæla þessari þróun frá því í október á síðasta ári. Í gær var uppskipun hætt í finnskum höfnum sem gæti meðal annars leitt til eldsneytisskorts. Á fimmtudaginn í þessari viku munu rafiðnaðarmenn vera með eins dags verkfall og síðan fleiri félög til 23. mars í þessari törn verkfalla.
Hvernig er þessi finnska ríkisstjórn samsett sem vill brjóta niður rétt verkafólks og velferðarríkið?
- Þjóðarflokkurinn (Kansallinen Kokoomus – KOK): Frjálslyndur og íhaldssamur flokkur sem leggur áherslu á frjálsa markaðsstefnu, einstaklingsfrelsi og öfluga Evrópusamvinnu.
- Finnski þjóðernisflokkurinn (Perussuomalaiset – PS): Þjóðernispopúlistaflokkur sem er þekktur fyrir að vera andvígur innflytjendum og fyrir að vera evrusinnaður.
- Sósíaldemókrataflokkurinn (SDP): Miðju- og vinstriflokkur sem leggur áherslu á félagslega velferð, jafnrétti og réttindi verkafólks. Flokkurinn nýtur stuðnings verkafólks og stéttarfélaga.
- Miðflokkurinn (Keðju-KeSK): Miðflokkur sem leggur áherslu á dreifbýlismál, dreifstýringu og hagsmuni landbúnaðarins.
- Græna bandalagið (Vihreä liitto – VIHR): Grænn stjórnmálaflokkur sem leggur áherslu á umhverfismál, sjálfbæra þróun og mannréttindi.
- Vinstribandalagið (Vasemmistoliitto – VAS): Vinstriflokkur sem berst fyrir félagslegu réttlæti, jafnrétti og auknum útgjöldum til velferðarþjónustu.
- Sænski þjóðarflokkurinn (Svenska folkpartiet i Finland – RKP): Frjálslyndur miðjuflokkur sem er í forsvari fyrir sænskumælandi minnihlutahóp í Finnlandi og styður tvítyngi og réttindi minnihlutahópa.
- Kristilegir demókratar (Kristillisdemokrat – KD): Þjóðfélagslega íhaldssamur flokkur sem byggir stefnu sína á kristnum gildum og siðferði.
Mynd: Kotka í dag hafnirnar eru hljóðlátar líka í Hietanen.