Lestarstjórar í Þýskalandi lögðu niður störf í dag, á sama tíma og flugvallarstarfsfólk hjá ríkisflugfélaginu Lufthansa. Krafa starfsfólks er er að laun hækki til að halda í við hækkandi verðlag í Þýskalandi.
Flugferðum á stærstu flugvöllum Þýskalands var aflýst, og þar á meðal flugi í gegnum Frankfurt sem er stærsti og umsvifamesti flugvöllur landsins, með ótal millilendingum erlendra flugfélaga á flestum tímum sólarhrings.
Um 80 prósent allra lestarferða á lengri leiðum féllu niður, sem og fjöldinn allur á styttri leiðum einnig. Verkfallið olli víða umferðar öngþveiti þegar Þjóðverjar hópuðust út á götur og vegi til að komast til vinnu.
Verkföllin standa í dag og á morgun, en formaður stétttarfélags lestarstjóra, Claus Weselsky sagði að verkfallið væri aðeins upphafið að bylgju verkfallsaðgerða.
Verkfallsaðgerðirnar núna er þær síðustu í hrinu verkfalla Þýskalandi síðasta árið. Há verðbólga í landinu og skortur á starfsfólki, með tilheyrandi auknu álagi á þá sem til staðar eru, veldur.
Verkalýðsfélag lestarstjóra krefst þess að vinnustundum lestarstjóra hjá þýsku ríkislestunum Deutsche Bahn verði fækkað úr 38 í 35 á viku án þess að laun skerðist. Verkfallsaðgerðirnar nú kom í kjölfarið á því að viðræður lentu á vegg í síðustu viku.
Flugvallarstarfsmenn krefjast þess að laun þeirra verði hækkuð um 12,5 prósent auk þess sem þeir fái greidda eingreiðslu upp jafngildi 445 þúsunda íslenskra króna.