Verkföll lama lestar- og flugsamgöngur í Þýskalandi

Lestarstjórar í Þýskalandi lögðu niður störf í dag, á sama tíma og flugvallarstarfsfólk hjá ríkisflugfélaginu Lufthansa. Krafa starfsfólks er er að laun hækki til að halda í við hækkandi verðlag í Þýskalandi.

Flugferðum á stærstu flugvöllum Þýskalands var aflýst, og þar á meðal flugi í gegnum Frankfurt sem er stærsti og umsvifamesti flugvöllur landsins, með ótal millilendingum erlendra flugfélaga á flestum tímum sólarhrings. 

Um 80 prósent allra lestarferða á lengri leiðum féllu niður, sem og fjöldinn allur á styttri leiðum einnig. Verkfallið olli víða umferðar öngþveiti þegar Þjóðverjar hópuðust út á götur og vegi til að komast til vinnu. 

Verkföllin standa í dag og á morgun, en formaður stétttarfélags lestarstjóra, Claus Weselsky sagði að verkfallið væri aðeins upphafið að bylgju verkfallsaðgerða. 

Verkfallsaðgerðirnar núna er þær síðustu í hrinu verkfalla Þýskalandi síðasta árið. Há verðbólga í landinu og skortur á starfsfólki, með tilheyrandi auknu álagi á þá sem til staðar eru, veldur. 

Verkalýðsfélag lestarstjóra krefst þess að vinnustundum lestarstjóra hjá þýsku ríkislestunum Deutsche Bahn verði fækkað úr 38 í 35 á viku án þess að laun skerðist. Verkfallsaðgerðirnar nú kom í kjölfarið á því að viðræður lentu á vegg í síðustu viku. 

Flugvallarstarfsmenn krefjast þess að laun þeirra verði hækkuð um 12,5 prósent auk þess sem þeir fái greidda eingreiðslu upp jafngildi 445 þúsunda íslenskra króna. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí