Verkfræðingur skipaður veðurstofustjóri

Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra hefur skipað Hildigunnni. H. Thorsteinsson nýjan veðurstofustjóra. Hún verður sjöundi veðurstofustjórinn í rúmlega hundrað ára sögu stofnunarinnar eftir því sem Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur greinir frá. Velta forsjóra stofnunarinnar hefur því ekki verið mikil en karlar hafa verið ráðandi í þessari stöðu.

Hildigunnur er verkfræðingur sem hefur m.a. starfað hjá Orkuveitu Reykjavíkur.

„Ég veit að það stuðar einhverja að hún skuli ekki vera með fagmenntun í einni af náttúrufræðigreinum eða fagsviðum Veðurstofunnar,“ segir Einar.

„Það pirrar mig ekki nokkurn skapaðan hlut, svo fremi að stjórnandinn setji sig vel inn í alla þætti starfseminnar og móti skýra framtíðarsýn,“ bætir Einar við.

Hildigunnur tekur við starfinu 1.júní og er skipuð til fimm ára.

Embætti forstjóra Veðurstofu Íslands var auglýst í nóvember sl.  og sóttu átta um embættið.

Mikið púður hefur farið hjá Veðurstofunni undanfarin ár í margvíslegar skipulagsbreytingar. Undirbúningur var að sameiningu við aðrar stofnanir að frumkvæði ráðuneytisins en margt bendir til að hætt hafi verið við það.

Mikið viðbótarálag hefur undanfarið orðið á suma starfsmenn Veðurstofu, tengt eldsumbrotunum á Reykjanesskaga.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí