Vinnudeilusjóður ver félagsfólk Eflingar

Kjaramál 1. mar 2024

Samninganefnd Eflingar boðaði að kvöldi dags 28. febrúar til verkfallsaðgerða hjá félagsfólki Eflingar sem starfar við ræstingar. Verkfallskosning verður auglýst í dag á vef Eflingar og hefst hún mánudaginn 4. mars klukkan 16:00.

Í myndbandi sem birt hefur verið á vef Eflingar fer Sólveig Anna Jónsdóttir formaður yfir næstu skref væntanlegra verkfallsaðgerða. Félagsfólk Eflingar er hvatt til að fylgjast vel með fréttum á vef stéttarfélagsins og ganga úr skugga um að allar upplýsingar um það séu réttar á Mínum síðum, sérstaklega bankaupplýsingar. Eins og venja er þegar félagsfólk Eflingar fer í verkföll ver vinnudeilusjóður félagsfólk gegn launatapi. Þess vegna er mikilvægt að skráðar séu réttar bankaupplýsingar hjá félaginu.

Sólveig segist vilja að félagsfólk viti að samninganefnd Eflingar styður þau í baráttunni fyrir bættum kjörum. Hún minnti líka á að félagar Eflingar í aðildarfélögum Breiðfylkingarinnar um allt land styðja líka baráttu þeirra og Eflingar fyrir betri samningi fyrir fólk sem starfar í ræstingageiranum.

Sólveig Anna segir að á næstu dögum gætu SA (Samtök atvinnulífsins), sem samninganefnd Eflingar semur við, komið með tilboð sem nefndinni lítist nægilega vel á til að samþykkja, sem gæti leitt til þess að verkfallsaðgerðir verði afturkallaðar. Því er mjög mikilvægt að félagsfólk sem starfar í ræstingageiranum haldi sér upplýstu um hvað sé að gerast.

Byggt á frétt af vef Eflingar.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí