Að barn megi ekki heita Móari til marks um ógöngur mannanafnanefndar

Manna­nafna­nefnd hafnar að gefa leyfi til að barn á Íslandi geti heitið Móari.

Í úrskurði segir að Mó­ari taki ís­lenskri beyg­ingu í eign­ar­falli, Mó­ara, og stríði hvorki gegn hljóðskip­un­ar- né beyg­ing­ar­regl­um ís­lensks máls.

En eftir því sem fram kemur í Mogganum reyn­ir á lög um manna­nöfn um að nafnið megi ekki brjóta í bága við ís­lenskt mál­kerfi. Og þes svegna hafnar nefndin erindinu.

Eiríkur Rögnvaldsson íslenskufræðingur segir málið sérkennilegt og til marks um ógöngur mannanefndar við að reyna að framfylgja óskýrum og úreltum lögum.

„Ástæðan fyrir því að nafninu Móari er hafnað er í úrskurði nefndarinnar sögð sú að það sé „samnafn, nánar tiltekið íbúaheiti, þ.e. Móari er sá sem býr eða á rætur að rekja til bæjarins Ysta-Móa í Fljótum“. Það er reyndar ekki traustvekjandi að ekki er farið rétt með nafn bæjarins, sem heitir Ysti-Mór, ekki Ysti-Mói – einnig eru til Mið-Mór og Syðsti-Mór,“ skrifar Eiríkur í færlsu um málið á facebook.

„Nú má vel vera að eitthvað hafi verið talað um Móara en þótt ég sé Skagfirðingur hef ég aldrei heyrt það – og engin dæmi eru um það á netinu a.m.k. Það er því ákaflega hæpið að banna mannsnafnið Móari á þeim forsendum að um íbúaheiti sé að ræða auk þess sem fordæmi eru fyrir nöfnum dregnum af íbúa- og staðaheitum, svo sem Aðalvíkingur og Reykdal. Það er óheppilegt að hafna nöfnum sem eru óumdeilanlega af íslenskum rótum um leið og verið er að samþykkja (réttilega) fjöldann allan af erlendum nöfnum,“ segir Eiríkur.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí