Áfengi komið á krabbameinslista en stjórnarflokkar vilja auka aðgengi

„Nú er áfengi komið á lista yfir hættulegustu krabbameinsvalda og listað með reykingum og asbesti. Ekki þarf lesa margar rannsóknir á þessu sviði til að fá þetta staðfest. Á sama tíma er stefna XD að áfengi flæði yfir almenning líkt og hið nýja ópíum fólksins,“ segir Kristján Vigfússon í færslu á facebook.

Kristján hefur meðal annars kennt við Háskólann í Reykjavík og hefur hann bent á loftslagskvíða ungmenna. Í vikunni fjallaði Ríkisútvarpið um breytt viðhorf lækna meðal annars til áfengisneyslu. Áfengi og unnar kjötvörur þykja stórauka líkur á krabbameini og hefur verið sannað að hófdrykkja er einnig skaðleg.

„Aðgengi óskert, sala á netinu og neyslan eykst hömlulaust. Allt gert í nafni frelsis á sama tíma og lýðheilsa þjóðarinnar versnar með tilheyrandi kostnaði fyrir ríkissjóð. Flest okkar sem höfum hætt að drekka hefðum vilja bera gæfu til þess að gera það svo miklu fyrr á lífsleiðinni. Ég hef engan hitt sem hefur ekki litið á það sem gæfuspor og frelsi,“ segir Kristján.

Meðal lagabreytinga sem ríkisstjórnin hefur reynt að ná fram á þessu stjórnartímabili er að hægt verði að kaupa áfengi í búðum alla daga ársins. Fyrsti flutningsmaður þess frumvarps er framsóknarþingmaður.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur áratugum saman reynt að afhenda einkaaðilum sölu áfengis og auka aðgengi.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí