„Nú er áfengi komið á lista yfir hættulegustu krabbameinsvalda og listað með reykingum og asbesti. Ekki þarf lesa margar rannsóknir á þessu sviði til að fá þetta staðfest. Á sama tíma er stefna XD að áfengi flæði yfir almenning líkt og hið nýja ópíum fólksins,“ segir Kristján Vigfússon í færslu á facebook.
Kristján hefur meðal annars kennt við Háskólann í Reykjavík og hefur hann bent á loftslagskvíða ungmenna. Í vikunni fjallaði Ríkisútvarpið um breytt viðhorf lækna meðal annars til áfengisneyslu. Áfengi og unnar kjötvörur þykja stórauka líkur á krabbameini og hefur verið sannað að hófdrykkja er einnig skaðleg.
„Aðgengi óskert, sala á netinu og neyslan eykst hömlulaust. Allt gert í nafni frelsis á sama tíma og lýðheilsa þjóðarinnar versnar með tilheyrandi kostnaði fyrir ríkissjóð. Flest okkar sem höfum hætt að drekka hefðum vilja bera gæfu til þess að gera það svo miklu fyrr á lífsleiðinni. Ég hef engan hitt sem hefur ekki litið á það sem gæfuspor og frelsi,“ segir Kristján.
Meðal lagabreytinga sem ríkisstjórnin hefur reynt að ná fram á þessu stjórnartímabili er að hægt verði að kaupa áfengi í búðum alla daga ársins. Fyrsti flutningsmaður þess frumvarps er framsóknarþingmaður.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur áratugum saman reynt að afhenda einkaaðilum sölu áfengis og auka aðgengi.