Alþjóða sakamáladómstóllinn rannsakar hugsanlega glæpi Ísraelshers

Saksóknarar Alþjóða sakamáladómstólsins hafa, að því er heimildir erlendra fjölmiðla herma, safnað saman vitnisburðum starfsfólks tveggja sjúkrahúsa á Gaza. Er talið að með því sé dómstóllinn að safna gögnum um hugsanlega stríðsglæpi Ísraela á Gaza.

Samkvæmt heimildum fjölmiðla ytra, þar á meðal Reuters fréttastofunnar, hafa rannsakendur tekið viðtöl við starfsfólk sem vann á al-Shifa sjúkrahúsinu og á Nasser sjúkrhúsinu. Er það gert á grundvelli þess að palestínsk yfirvöld hafa skýrt frá því að þau hafi fundið fjöldagrafir við sjúkrahúsin eftir að Ísraelar drógu herlið sitt til baka. 

Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn tekur til skoðunar sakamál sem tengd eru einstaklingum sem sakaðir eru um að hafa framið stríðsglæpi, glæpi gegn mannkyni og þjóðarmorð.

Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna lýsti því í síðustu viku að þar væri fólk slegið óhug vegna lýsinga á fjöldagröfunum sem fundist hafa við sjúkrahúsin, og bentu á að samkvæmt alþjóðalögum nytu sjúkrahús sérstakrar verndar í stríðsátökum. 

Almannavarnaryfirvöld á Gaza lýstu því síðastliðinn fimmtudag að 392 lík hefðu fundist í fjöldagröfunum, þar á meðal lík kvenna, barna og hinna öldruðu. Tugur líka fannst með bundnar hendur og fjöldi annarra var enn með æðaleggi fasta við sig. Er það talið benda til að fólk hafi jafnvel verið grafið lifandi. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí