ASÍ birtir nýja verðsjá verðlagseftirlits – Tugprósenta munur á sömu vörum milli búða

Neytendur 2. apr 2024

Verðlagseftirlit ASÍ gaf síðastliðinn laugardag út mælaborð þar sem skoða má verðsamanburð milli verslana, bæði í heild, eftir vöruflokkum og niður í stakar vörur. Gögnin uppfærast daglega með nýjustu verðum sem verðlagseftirlitið hefur aflað.  Með mælaborðinu hafa neytendur nú greiðan aðgang að vöruverði í ólíkum verslunum. Eru þetta sömu gögn og áður hafa aðeins verið aðgengileg í gegnum smáforrit verðlagseftirlitsins, Prís. 

Verðbil misjafnt eftir vöruflokkum 

Þegar mælaborðið er skoðað er í fyrsta lagi greinilegt að breitt verðbil er á verslunum, eins og fyrri kannanir verðlagseftirlitsins hafa leitt í ljós. Á heildina litið er meðalfjarlægð verða frá lægsta verði minnst í Bónus, undir 1%, en mest í 10-11, um 80%.

Til dæmis er pasta að meðaltali rúmum 60% dýrara í 10-11 en þar sem það er ódýrast, en gosdrykkir meira en tvöfalt dýrari. Vatnsdrykkir eru 150% dýrari að meðaltali. 

Mikill verðmunur á stökum vörum 

Þegar flett er á aðra síðu mælaborðsins er hægt að skoða flokkana vöru fyrir vöru og sjá vörum raðað eftir verðbili. Til dæmis er Thule pilsner í dós sú vara sem er með eitt mesta verðbilið; kostar 119kr í Bónus en 449kr í 10-11. 

Séu undirflokkar valdir sjást verðbilin á hverri vöru fyrir sig í undirflokkunum. Þegar smellt er á Kaffi, te og kakó sést að mesta verðbilið er á Te&Kaffi French Roast hylkjum, sem eru meira en tvöfalt dýrari í 10-11 en í Bónus. 

Augljóst er af mælaborðinu að það getur borgað sig að gera samanburð á vöruverði. Þannig kostar 500 ml dós af Egils malt á bilinu 219 kr. í Bónus og upp í 499 kr. í 10-11. Kippa af Pepsí í dós getur verið allt að 72% dýrari í  Krambúðinni heldur en ódýrari verslunum á borð við Bónus, Krónuna, Nettó og Fjarðarkaup. 

Verðkannanir í rauntíma 

Vert er að athuga að um stórfellda gagnaöflun er að ræða. Yfir tuttugu þúsund verðpunktar eru í safninu með nokkur þúsund uppfærslum á dag. Gögnin eru yfirlesin, en villur geta slæðst í gagnasafnið. Ábendingar um villur eða vafasamar færslur má senda á verdlagseftirlit@asi.is. 

Frétt af vef ASÍ. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí