Baldur mælist með mest fylgi en ekki er marktækur munur á honum og Katrínu

Ísland 15. apr 2024

Baldur Þórhallson mælist með mest fylgi forsetaframbjóðenda í nýrri skoðanakönnun Prósents sem Morgunblaðið lét gera. Fast á hæla honum kemur Katrín Jakobsdóttir en ekki er marktækur munur á fylgi þeirra tveggja. 

Samkvæmt könnuninni mælist Baldur með 25,8% fylgi en Katrín með 22,1% fylgi. Þar munur 3,7 prósentustigum en vikmörk eru það mikil að munurinn á frambjóðendunum tveimur er ekki tölfræðilega marktækur. 

Jón Gnarr er þriðji samkvæmt könnuninn og mælist með 16,8% stuðning, og er tölfræðilega marktækur munur á fylgi hans og þeirra Baldurs og Katrínar. Í fjórða sæti er Halla Hrund Logadóttir með 10,6% fylgi. Aðrir frambjóðendur fá innan við 5% fylgi og þar af eru fimm með innan við 1%. Þeir sem hæst skora þar eru Halla Tómasdóttir, sem mælist með 4,3% fylgi, og þau Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Arnar Þór Jónsson sem bæði mælast með 2,9% fylgi. 

Í könnuninni var spurt um þá sem lýst hafa yfir framboði með skýrum hætti. Framboðsfrestur rennur út 26. apríl næstkomandi. Niðurstöðurnar eru ekki víðs fjarri fyrri könnunum sem birtar hafa verið, gerðum af mismundandi kannanafyrirtækjum, en Baldur og Katrín hafa nú haft sætaskipti, þó ítreka þurfi að ekki er marktækur munur á þeim tveimur. 

Könnunin var framkvæmd 9.-14. apríl. Um netkönnun meðal könnunarhóps Prósents var að ræða. Úrtakið var 2.300 manns og svarhlutfall 51,2 prósent. Forsetakosningar fara fram 1. júní næstkomandi. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí