Þorvaldur Gylfason hagfræðingur telur að framboð fyrrum forsætisráðherra, Katrínar Jakobsdóttur, til forseta sé myndbirting mjög alvarlegs hagsmunaárekstrar sem jaðri við siðvillu af vondri tegund.
Þetta kemur fram í samtali Þorvaldar og Mumma í Kalda pottinum.
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir forsetaframbjóðandi vekur athygli á þessu á facebook-síðu sinni.
Hún hefur eftir Þorvaldi að sem forsætisráðherra hafi Katrín farið fyrir þeim sem hafa staðið í vegi fyrir staðfestingu á nýrri stjórnarskrá. Þar með staðið í vegi fyrir breytingu á ákvæði um forsetakjör sem felur í sér að enginn verði forseti nema hann hafi meirihluta atkvæða að baki sér.
Þess í stað hafi Katrín, með framboði sínu til forseta, nýtt sér þennan galla í gömlu stjórnarskránni þótt hún megi vita að hún fær að hámarki 30% atkvæða.
Sem engu að síður gæti dugað til sigurs.
Við þurfum á þér að halda
Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.
Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.
Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.
Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.
Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.
Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.