Rukkuð um 3.100 krónur því viðtalið var „utan dagvinnutíma“ – klukkan 15.30

„Getur einhver útskýrt fyrir mér á hvaða lagastoð það byggir hjá Heilsugæslunni í Glæsibæ að rukka mig um 3.100 kr (í stað 500 kr)  fyrir  venjulegt viðtal við heilsugæslulækni sem á sér stað kl. 15.30 á þeirri forsendu að um sé að ræða viðtal „utan dagvinnutíma“?“

Svo spyr Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, fyrrverandi þingkona, á Facebook en hún veltir því fyrir sér hvernig þetta geti staðist. Hún bendir á að á heimasíðu heilsugæslunnar standi eftirfarandi:

„Viðtal við hjúkrunarfræðinga, sálfræðinga og sjúkraþjálfara á dagvinnutíma, kl. 8:00 – 16:00,

almennt gjald 500 kr.

Koma á heilsugæslustöð til lækna, hjúkrunarfræðinga, sálfræðinga og sjúkraþjálfara utan dagvinnutíma,

almennt gjald 3.100 kr.

Vitjun læknis á dagvinnutíma, kl. 8:00 – 16:00,

almennt gjald 3.400 kr.“

Ólína segist ekki sjá hvernig þetta geti staðist og bætir við að lokum: „Ég fæ ekki séð að hér sé á neinn hátt verið að fara eftir þessum upplýsingum.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí