„Getur einhver útskýrt fyrir mér á hvaða lagastoð það byggir hjá Heilsugæslunni í Glæsibæ að rukka mig um 3.100 kr (í stað 500 kr) fyrir venjulegt viðtal við heilsugæslulækni sem á sér stað kl. 15.30 á þeirri forsendu að um sé að ræða viðtal „utan dagvinnutíma“?“
Svo spyr Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, fyrrverandi þingkona, á Facebook en hún veltir því fyrir sér hvernig þetta geti staðist. Hún bendir á að á heimasíðu heilsugæslunnar standi eftirfarandi:
„Viðtal við hjúkrunarfræðinga, sálfræðinga og sjúkraþjálfara á dagvinnutíma, kl. 8:00 – 16:00,
almennt gjald 500 kr.
Koma á heilsugæslustöð til lækna, hjúkrunarfræðinga, sálfræðinga og sjúkraþjálfara utan dagvinnutíma,
almennt gjald 3.100 kr.
Vitjun læknis á dagvinnutíma, kl. 8:00 – 16:00,
almennt gjald 3.400 kr.“
Ólína segist ekki sjá hvernig þetta geti staðist og bætir við að lokum: „Ég fæ ekki séð að hér sé á neinn hátt verið að fara eftir þessum upplýsingum.“