Björn Bjarnason telur island.is misnotað vegna mótmæla gegn Bjarna

Björn Bjarnason, fyrrum ráðherra og oddamaður í Sjálfstæðisflokknum, hefur skrifað pistil á eigin heimasíðu þar sem hann gerir alvarlegar athugasemdir við að vefsíðan island.is sé misnotuð með undirskriftasöfnun gegn Bjarna Ben.

Á sama tíma og flestir landsmenn sjá fyrir sér undirskriftasöfnunina sem lýðræðislegt framtak finnst Birni undarlegt að vefsíðan sé notuð í þessum tilgangi.

Hann gerir athugasemd við að Eva Lín Vilhjálmsdóttir, forsprakki undirskriftasöfnunarinnar, geti ekki stjórnmálastarfa í ferilskrá á eigin heimasíðu. Björn sér ekki betur en hún hafi tekið sæti sem varabæjarfulltúi fyrir Samfylkinguna í Hafnarfirði fyrir átta árum.

Þá gerir Björn athugasemd við að þeir sem afþakka þjónustu Bjarna á forsætisráðherrastóli geti það undir nafnleynd.

Stafrænt stríð á Ísland.is | Dagbók | Björn Bjarnason – bjorn.is

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí