Blóðugur niðurskurður í blóra við fagurgala

Samkvæmt fjármálaáætlun sem Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra og formaður Framsóknarflokksins hefur lagt fram verða framlög til Kvikmyndasjóðs enn skorin niður, nú um nærri helming.

Þessu heldur Margrét Örnólfsdóttir fram í færslu á facebook.

Hún ræðir að fyrir hálfum mánuði hafi Menningar og viðskiptaráðuneyti Lilju Daggar Alfreðsdóttur haldið ráðstefnu í Hörpu undir yfirskriftini „Aukum verðmætasköpun í Kvikmyndagerð á Íslandi til framtíðar“. Endurgreiðslukerfið sýni að hver króna sem ríkið fjárfestir í verði að sjö krónum og muni um minna.

En þrátt fyrir þetta blasi við mikill niðurskurður fjárframlaga til Kvikmyndasjóðs.

„Afhverju ekki 100%?“ Spyr Margrét og á þar við niðurskurðinn. Hún segir fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar  ekki benda til „að nokkur einasta alvara hafi verið að baki þessari fínu ráðstefnu“.

„Væri ekki heiðarlegra að ganga bara hreint til verks og kippa öndunarvélinni úr sambandi?“

Fram kemur hjá Margréti að Lilja Alfreðsdóttir hafi látið vinna metnaðarfulla Kvikmyndastefnu.

„Þessi blóðugi niðurskurður á Kvikmyndasjóði samræmist engan veginn því sem þar er sett fram.

„Sigurður Ingi Jóhannsson sagði, korter í kosningar, að hann vildi stórefla íslenska kvikmyndagerð. Þessi harkalegi niðurskurður er í hrópandi mótsögn við þau orð,“ segir Margrét.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí