Dósent segir lög brotin daglega á leikskólum

Samkvæmt lögum skulu að lágmarki ⅔ hlutar stöðugilda við kennslu, umönnun og uppeldi barna í leikskóla teljast til stöðugilda kennara. Árið 2022 voru leikskólakennarar hins vegar aðeins 22% starfsfólks leikskóla í landinu. Staðan er enn svipuð og hefur verið um margra ára skeið. „Ekki verður séð að nokkuð hafi verið gert til ná því að manna leikskóla samkvæmt lögum,“ skrifar Sigríður Ólafsdóttir, dósent á Menntavísindasviði Háskóla Íslands.

Sigríður lýsir því í grein sem hún skrifar á Vísi að háværar kröfur séu frá foreldrum um að leikskólar taki við ungum börnum þegar að fæðingarorlofi líkur, um eins árs aldur vanalega. Það sé skiljanlegt enda þurfi ungt fólk sem er að koma sér upp húsnæði og jafnvel borga af námslánum að komast aftur út á vinnumarkaðinn. 

Hins vegar hafi lítið mið verið tekið af því hversu vel leikskólarnir séu í stakk búnir til að annsast svo ung börn, skrifar Sigríður. „Þó erfiðlega gangi að manna leikskóla, og útvega myglulaus húsnæði, gerir samfélagið ráð fyrir að öll börn geti dvalið í leikskólum til sex ára aldurs þar til þau hefja grunnskólanám. Um það bil 95% barna á aldrinum tveggja til fimm ára ganga í leikskóla og flest dvelja þar átta til níu klukkutíma fimm daga vikunnar.“

Því sé ljóst að verulegur hluti mótunarára barna eigi sér stað á leikskólum, og á þessum fyrstu æviárum sé lagður grunnur að farsæld einstaklinga. Þannig sýni rannsóknir að því ríkulegra tungumál sem talað sé við börn í samstkipum umönnunaraðila, þeim mun meiri færni nái þau í tungumálinu, sem síðan spái fyrir um hvernig þeim gangi í námi í grunnskóla. 

Sérstaklega, skrifar Sigríður, verða áhrif mállegra samskipta í leikskólastarfi sterk meðal barna sem nota ekki sama tungumál í leikskóla og með fjölskyldu sinni, eða þeirra sem fá fátæklega málörvun heima við. Í leikskóla séu því tækifæri til að gefa hverju barni ríkuleg málleg samskipti, svo öll komi námslega sterk inn í grunnskóla. 

„Samt eru lög brotin daglega í íslenskum leikskólum, áherslan er á húsnæði, sem er iðulega er allt of lítið með allt of mörgum börnum í allt of langan tíma, og sem erfiðlega gengur að manna.

Kominn er tími til að setja farsæld ungra barna í fyrirrúm.

Má brjóta lög daglega í leikskólum landsins?“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí